Úrval - 01.04.1948, Side 99

Úrval - 01.04.1948, Side 99
ANNA OG SlAMSKONUNGUR 9T arinnar. Ég get ekki talað mál- ið ennþá, og mér myndi finnast ég vera fangi hér, þegar hliðun- um er lokað á kvöldin.“ Konungurinn sté nokkur skref í áttina til Önnu. Andlit hans var sótrautt og afmyndað af reiði. „Oss hefur þóknazt að á- kveða, að þér skuluð búa hér í höllinni, og þér verðið að ixlýða!“ Hann hreytti síðustu orðunum út úr sér. Anna reyndi að taka á öllum þeim kjarki, sem hún átti yfir að ráða, og sagði með svo ró- legri röddu að hana furðaði á því sjálfa: „Yðar hátign hefur ef til vill gleymt því, að ég er ekki ambátt, heldur kennslu- kona. Ég er reiðubúin að hlýða boðum yðar hátignar að því leyti, sem þau snerta starf mitt, en ekki fram yfir það.“ Önnu var nærri vöknað um augu. Hvað var hún annað enn veikbyggð kona, þegar öllu var á botninn hvolft, og þó dirfðist hún að rísa gegn einvaldanum og skriðdýrum hans. Hún vildi ekki búa í höllinni. Það væri víst bezt, að hún tefði ekki þangað til gráturinn bæri hana ofurliði. Það var skárra að sýn- ast ókurteis en veiklunduð. Hún tók drenginn við hönd sér og gekk hratt í áttina að látúns- hliðinu. Dag nokkurn kom æðsta frú Kralahomes á fund Önnu, án þess að gera boð á undan sér. „Mem cha,“ sagði hún, „ég hef fundið hús handa yður. Það stendur við fljótið og hjá því er lítill garður.“ Húsið var skammt frá höll- inni og í því voru níu herbergi. Samkvæmt austurlenzkum sið voru baðherbergin, geymslur og eldhúsið í sérstöku afhýsi, og þar var einnig íbúð þjónustu- fólksins. Húsið var að vísu all- óþrifalegt, en úr því var bætt með því að þvo það hátt og lágt úr sápuvatni. Síðan voru ábreið- ur lagðar á gólfin og húsgögnin borin inn. Þau nægðu engan veginn svona stórri íbúð, en við því varð ekki gert — það var borð og tveir hægindastólar, píanó, nokkrir kertastjakar, og bækur. Rúmin voru búin snjó- hvítu líni, og yfir þeim var hvítt flugnanet, sem setja mátti nið- ur. Anna setti mynd af Avis á náttborðið — hún og drengur- inn hennar voru búin að eignazt heimili. Sendiboði kom frá konungin- um með þau skilaboð, að Anna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.