Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 99
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
9T
arinnar. Ég get ekki talað mál-
ið ennþá, og mér myndi finnast
ég vera fangi hér, þegar hliðun-
um er lokað á kvöldin.“
Konungurinn sté nokkur
skref í áttina til Önnu. Andlit
hans var sótrautt og afmyndað
af reiði.
„Oss hefur þóknazt að á-
kveða, að þér skuluð búa hér í
höllinni, og þér verðið að
ixlýða!“ Hann hreytti síðustu
orðunum út úr sér.
Anna reyndi að taka á öllum
þeim kjarki, sem hún átti yfir
að ráða, og sagði með svo ró-
legri röddu að hana furðaði á
því sjálfa: „Yðar hátign hefur
ef til vill gleymt því, að ég er
ekki ambátt, heldur kennslu-
kona. Ég er reiðubúin að hlýða
boðum yðar hátignar að því
leyti, sem þau snerta starf mitt,
en ekki fram yfir það.“
Önnu var nærri vöknað um
augu. Hvað var hún annað enn
veikbyggð kona, þegar öllu var
á botninn hvolft, og þó dirfðist
hún að rísa gegn einvaldanum
og skriðdýrum hans. Hún vildi
ekki búa í höllinni. Það væri
víst bezt, að hún tefði ekki
þangað til gráturinn bæri hana
ofurliði. Það var skárra að sýn-
ast ókurteis en veiklunduð. Hún
tók drenginn við hönd sér og
gekk hratt í áttina að látúns-
hliðinu.
Dag nokkurn kom æðsta frú
Kralahomes á fund Önnu, án
þess að gera boð á undan sér.
„Mem cha,“ sagði hún, „ég
hef fundið hús handa yður. Það
stendur við fljótið og hjá því
er lítill garður.“
Húsið var skammt frá höll-
inni og í því voru níu herbergi.
Samkvæmt austurlenzkum sið
voru baðherbergin, geymslur og
eldhúsið í sérstöku afhýsi, og
þar var einnig íbúð þjónustu-
fólksins. Húsið var að vísu all-
óþrifalegt, en úr því var bætt
með því að þvo það hátt og lágt
úr sápuvatni. Síðan voru ábreið-
ur lagðar á gólfin og húsgögnin
borin inn. Þau nægðu engan
veginn svona stórri íbúð, en við
því varð ekki gert — það var
borð og tveir hægindastólar,
píanó, nokkrir kertastjakar, og
bækur. Rúmin voru búin snjó-
hvítu líni, og yfir þeim var hvítt
flugnanet, sem setja mátti nið-
ur. Anna setti mynd af Avis á
náttborðið — hún og drengur-
inn hennar voru búin að eignazt
heimili.
Sendiboði kom frá konungin-
um með þau skilaboð, að Anna.