Úrval - 01.04.1948, Blaðsíða 63
NÝ AÐFERÐ TIL GEYMSLU Á MATVÆLUM
61
þær geymdust, heldur geril-
sneyddust líka, en þegar mat-
væri eru hraðfryst, geymast þau
að vísu en gerilsneyðast ekki.
Hið óbreytta ástand matvæl-
anna er mjög þýðingarmikið með
tilliti til bragðsins. Sumar fæðu-
tegundir eru geymdar saltaðar,
súrsaðar eða kryddaðar, en slík-
ar aðferðir breyta upprunalegu
bragði þeirra. Aðrar, eins og t.
d. bjór, sem er gerilsneyddur
við hita, fá annað bragð við ger-
ilsneyðinguna.
Þegar aðferð dr. Brasch er
notuð við þessar fæðutegundir,
geymast þær sem nýjar í marga
mánuði í venjulegum stofuhita.
Ekki vill þó dr. Brasch og aðrir
vísindamenn halda því fram, að
matvæli muni geymast með
þessari aðferð óendanlega lengi
og við hverskonar skilyrði. Til-
raunirnar hafa ekki staðið yfir
nema um eins árs bil, og er því
ekki hægt að fella fullnaðarúr-
skurð í þessu efni.
Dr. Brasch telur einnig, að
gervielding hans geti haft mikla
þýðingu með tilliti til flutnings-
kostnaðar sumra matvælateg-
unda. Mjólk inniheldur t. d. mik-
ið af vatni, sem dýrt og óþarft
er að flytja.
En þurrmjólk er aldrei eins
og nýmjólk á bragðið, og enda
þótt vísindamenn hafi fundið
upp aðferð til að „kristalla“
mjólk, er því efni mjög hætt við
skemmduum. En með því að
beina rafeindaleiftri að „krist-
allaðri“ mjólk, geymist hún sem
ný um langan tíma.
Nú sem stendur eru vísinda-
mennirnir að gera æ fleiri til-
raunir með gervieldinguna. Þeir
hafa gerilsneytt bóluefni í loft-
þéttum glösum, án þess að
kraftur þess dofnaði, og þeir
hafa gerilsneytt blóð og blóð-
vatn, án þess að f jöldi rauðu
blóðkomanna minnkaði eða súr-
efnisinnihaldið breyttist, en slíkt
hefir verið erfitt, þegar aðrar
gerilsneyðingaraðferðir hafa
verið notaðar.
Þeir hafa náð sama góða á-
rangrinum með insulin, peni-
cillin, novocain og önnur lyf.
Stundum hafa þessar tilraunir
borið óvæntan árangur. Nýlega
var gerð tilraun með áhrif gervi-
eldingarinnar á plast, og breytt-
ist það í efni, sem líktist stáli.
Getur þetta haft mikla þýðingu
fyrir byggingariðnað framtíð-
arinnar.
Hvað krabbameinsrannsókn-
ir snertir, hafa þeir framleitt
eldingar, sem em miiljón sinn-