Úrval - 01.04.1948, Page 123
ANNA OG SlAMSKONUNGUR
121
senda dómstólnum þessi fyrir-
mæli min eftir nokkrar mínútur.
Þér þurfið ekki að fara þangað
aftur þér ættuð heldur að fara
í skólann.“
Anna þakkaði honum ekki —
viðbjóður hennar var of mikill.
Hana verkjaði í höfuðið og var
ómótt. Hún fór án þess að mæla
orð. 1 stiganum mætti hún ein-
um af kvendómurunum. Hún var
að færa konunginum málsskjöl-
in. Anna fór ekki í skólann,
heldur heim. Hún var svo mátt-
farin, að hún varð að leggja sig
fyrir.
Hún vaknaði klukkan tvö við
hávaða og mannamál útifyrir.
Hún leit út um gluggann og sá,
að verið var að reisa tvo af-
tökupalla á torginu rétt hjá
húsi hennar. Verkamenn voru
að reka niður staura og koma
fyrir einkennilegum áhöldum,
undir eftirliti embættismanna.
Hópur karla, kvenna og barna
hafði þyrpzt að, til þess að sjá
hvað um væri að vera. Fólkið
leit út fyrir að vera mjög æst.
Anna kallaði á þjónustustúlk-
una og spurði hana, hvers vegna
væri verið að gera þessar ráð-
stafanir og hvað væri á seiði.
Stúlkan sagði, að pynda ætti
prestinn og prinsessuna, til þess
að bæta siðgæði almennings.
Konungurinn hafði breytt á-
kvörðun sinni!
Anna frétti síðar, að hún
hefði varla verið kominn út frá
honum, þegar málsskjölin voru
lögð fyrir hann. Þegar hann las
þau, varð hann gripinn ofsa-
reiði, sem beindist ekki síður að
Önnu en hjákonunni og prest-
inum. Hann skipaði svo fyrir,.
að hinir tveir Síamsbúar skyldu
pyndaðir opinberlega og síðan
líflátnir, en hann gat ekki refsað
kennslukonunni með öðru en
því, að láta reisa aftökupallana
rétt fyrir neðan glugga hennar..
Klukkan tæplega þrjú var búið
að koma fyrir pyndingarverk-
færunum. Skömmu síðar heyrð-
ist lúðraþytur og birtist þá kon-
ungurinn og hirð hans. Kven-
lögregluþjónar í rauðum skikkj-
um gullskreyttum, skipuðu sér
í hring umhverfis hjákonumar.
Skyndilega rak mannfjöldinn
upp óp. Varðmenn voru að koma
með fangana. Presturinn, sem
varla gat dregizt áfram, var
dreginn upp á aftökupallinn til
hægri handar, en Tuptim gekk
stillilega upp á hinn pallinn og
þurfti ekki stuðnings við. Hún
horfði róleg á mannþyrpinguna,
sem reyndi að mjaka sér nær til