Úrval - 01.04.1948, Page 22

Úrval - 01.04.1948, Page 22
20 ÚRVAL indalegu Marxista. Þeir trúðu því, að auðvelt mundi að vinna rússneska bændur til fylgis við sósíalismann, því að þeir héldu enn tryggð við hið aldagamla Mir — sameignarskipulag sveitaþorpanna. Jafnvel á tím- um átthagafjötra og þrældóms héldu bændurnir dauðahaldi í þá erfðakenningu, að jörðin til- heyrði Mir, en ekki ránshöndum landsdrottnanna. Annar vina minna var Pétur Krópotkin, stjómleysinginn, sem allir — jafnvel Times — virtu sem vísindamanninn, er samið hafði Gagnkvæma hjálp (á dönsku „Gensidig Hjælp“). Hann var af konunglegum ætt- um og hafði verið sjóliðaefni áður en hann sneri sér að líf- fræði og fór í rannsóknarleið- angra þá til Síberíu, sem gerðu hann frægan. Mér er hann í minni sem roskinn maður, lágur vexti og þrekvaxinn, með sítt, rauðleitt skegg, klæddur snyrti- legum síðjakka. Hann lifði mjög óbrotnu lífi, innan um óskipu- lega bókahlaða í litlu húsi í Highgate. Var nokkurt slíkt góðmenni í allri London sem hann? Góðvildin geislaði frá honum. Sjálfur var hann ímynd þess samhugar og samvinnu, sem hann prédikaði gegn flytj- endum Darwinskenninganna um baráttuna fyrir tilverunni. Ég sá hann einu sinni umkringdan ungum, rússneskum Marxistum, sem voru að leggja fyrir hann spurningar. Þeir voru í heitri andstöðu við grundvallarskoð- anir hans, en ósjálfrátt elskuðu þeir hann, og þeir sýndu það. Ég átti talsvert saman við hann að sælda um þessar mundir, því að ég var að hjálpa honum að skrifa stórt flugrit, sem fletti ofan af kúgunarstjóm Stolyp- ins, er tók við eftir að fyrsta Duman (þingið) hafði verið leyst upp. En það voru Marxistarnir, Sósia,ldemókratarnir, sem reynd- ust mestu ráðandi um úrslit og gang rússnesku byltingarinnar. Sá flokkur byggði vonir sínar á iðnaðarverkamönnum. Um þetta leyti vom þeir skiptir í tvær stríðandi fylkingar, sem deildu ákaft um starfsaðferðir. Mensévikarnir héldu því fram, að frelsisbaráttan í jafnfrum- stæðu þjóðfélagi og Rússlandi yrði að feta í spor ensku og frönsku byltinganna. Fyrst af öllu yrði að steypa zarveldinu í bandalagi við frjálslynda menn í mið- og yfirstéttunum; því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.