Úrval - 01.04.1948, Side 117

Úrval - 01.04.1948, Side 117
ANNA OG SlAMSKONUNGUR 115 um hallarinnar, sízt þetta barn. Fa-ying opnaði augun. Anna þrýsti litlu stúlkunni að brjósti sér, Fa-ying hjúfraði sig að henni og andvarpaði, og lá svo kyrr í faðmi hennar. Anna lok- aði augunum, til þess að reyna að hemja tárin. Fa-ying var dáin. Ein af fóstrunum bað Önnu að fara á fund konungsins og segja honum tíðindin. Engin þeirra þorði að segja honum, hvernig komið var. Anna færðist undan, en lét að lokum tilleiðast. Hirðmenn fylgdu henni til konungsins. Þegar Anna gekk inn í herbergið, var hún að velta því fyrir sér, hvernig hún ætti að segja frá tíðindunum. Henni tókst ekki að finna orðin, sem hún leitaði að, og hún þurfti heldur ekki á þeim að halda. Hann las fréttina í svip hennar, huldi andlitið í höndum sér og grét sáran. Þessi harðneskju- legi maður, sem stundum virtist ekki hugsa um annað en sjálfan sig, grét nú eins og barn. Hvað gat hún sagt? Hún sat aðgerðarlaus, en vildi þó ekki fara og skilja konunginn einan eftir með sorg sína. Enginn annar hafði þorað að koma inn í herbergið með henni. Það var orðið áliðið dags og kvöldsólin varpaði geislum sínum inn um gluggana. Konungurinn huldi andlitið í höndum sér, harmaði barn sitt og kallaði á það með gælunöfnum eins og það sæti á hnjám hans og gæti heyrt til hans. Tárin flóðu niður vanga Önnu, þegar hún hlustaði á hann. Þannig sátu þau í klukku- stund, án þess að talast við. Þessa stund voru þau ekki ensk kennslukona og austurlenzkur- einvaldur, heldur maður og kona, sem grétu saraan yfir fall- egu barni, sem þau höfðu bæði unnað. Eftir dauða Fa-ying naut Anna enn meiri hylli hjá kon- unginum en fyrr. Áreksturinn, sem varð á milli þeirra, þegar hún neitaði að búa í kvennabúr- inu, var löngu gleymdur. Hann sæmdi hana aðalstign og gaf henni dýrindis demantshring. Hún kærði sig ekki um gjafir og metorð, því að hún óttaðist, að slíkt kynni að vera upphafið að skerðingu sjálfstæðis síns. Hún myndi hafa tekið launahækkun með þökkum, en slíkt stóð ekki til boða. En hún vildi ekki særa konunginn og því veitti hún hringnum viðtöku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.