Úrval - 01.04.1953, Side 2
Seigt kjöt gert meyrt.
Framhald af 3. kápusíðu.
komust einnig að raun um að
mýkt kjöt rýrnar 20% minna við
suðuna en venjulegt kjöt.
Allir þeir sem matreitt hafa
kjöt vita, að sumir partar skepn-
unnar eru meyrir og mjúkir und-
ir tönn og þurfa tiltölulega litla
suðu, en aðrir eru seigir og þurfa
langa suðu, sem spillir bæði
bragði og næringargildi kjötsins.
En þetta seiga kjöt er í eðli sinu
jafngóður matur, jafnnæringar-
ríkt og stundum bragðmeira. Eft-
ir að það hefur verið mýkt stend-
ur það ekki að baki eftirsóttustu
pörtum skrokksins og er auk þess
ódýrara.
En nú mun einhver sjálfsagt
spyrja: „TJr því að þetta hefur
svona gagnger áhrif á kjötið, get-
ur það þá ekki verið hættulegt
fyrir rnagann?"
Því er til að svara, að efni
þetta er náttúrlegt enzým, sem
unnið er úr hollum ávexti. Auk
þess er næstum alveg eins en-
zým í maganum sem vinnur að
meltingu matarins þar. Loks er
þess að geta, að það hefur áhrif
á kjötið áöur en það er matreitt
og eyðileggst við suðuna. Ahrif
þess á magann eru því ekki önn-
ur en þau að láta honum í té
auðmelt kjöt!
Efni þetta er nú komið á mark-
aðinn í Ameriku undir vöruheit-
inu „Adolph’s Meat Tenderizer.“
Til áskrifenda.
Eins og skýrt var frá í síðasta
hefti hefur verið ákveðið að
fjölga heftunum úr sex í átta á
ári. Við þessa aukningu hækkar
að sjálfsögðu áskriftarverðið,
verður nú 70 krónur í stað 52.
Nokkrir áskrifendur eiga enn
ógreitt áskriftargjald sitt fyrir
árið 1952 og mega þeir alveg á
næstunni eiga von á póstkröfu,
sem þeir eru vinsamlega beðnir
að innleysa strax, ef þeir vilja
koma í veg fyrir að stöðvun verði
á sendingu TJrvals til þeirra.
Áskrifendur ættu að minnast þess,
að með því að greiða skilvislega
spara þeir afgreiðslunni vinnu og
kostnað, og þvi kostnaðarminni
sem innheimta áskriftargjalda er,
því meiri munur getur orðið á
lausasöluverði og áskriftarverði,
en slikt er bæði útgefendum og
kaupendum í hag.
Þýðendur (auk ritstjórans): Ingólfur Pálmason (I.P.), Guðmundur
Arnlaugsson (G.A.), Jónas Árnason (J.A.) og ðskar Bergsson (Ö.B.).
tJRVAL — tímarit. — Kemur út 8 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Sírni 4954.
Afgreiðsla Tjarnargötu 4. Áskriftarverð 70 krónur.
Útgefandi: Steindórsprent h.f.