Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 5
SKOÐANAKÖNNUN
3
þetta er aðeins ranghverfa
hinnar öfgafullu reglusemi, sem
í augum venjulegs Bandaríkja-
manns er ímynd allra dyggða.
Af hinum mörgu athugasemdum
spyrjendanna er sú bezt, sem
fjallar um ungu kynslóðina í
Ameríku. Þetta fólk hefur,
skilst manni, misst bæði hug-
rekki og framtak. Æðsta tak-
mark þess er að sögn öryggið.
Það hvorki hugsar djúpt né
hefur sterkar tilfinningar, af
því að það gengur með ótta, og
framtaksleysi þess gerir hinni
atorkusömu eldri kynslóð unnt
að leiða það möglunarlaust á
blóðvöllinn í næstu heimsstyrj-
öld. Þau eru sönn í dyggð sinni,
en grunnfærin. Þau gera það
samvizkusamlega, sem þau telja
skyldu sína, en varast að gera
sér ljóst, að það eitt er hvergi
nærri nóg til að bjarga landi
þeirra og heiminum frá glötun.
Og þess vegna leyfa þau Mc-
Carthy og hans nótum að ræna
sig frelsinu heima fyrir ásamt
þróttinum til að standast utan-
aðkomandi árás. Þetta getu-
leysi til alvarlegrar hugsunar
og djúpra tilfinninga kemur
einnig í ljós hjá sumum þeim,
sem f ramkvæmdu þessa könnun.
Annar fulltrúi Englands er önn-
um kafin, glöð og góðlynd vagn-
þerna, en hinn ungur, lífsglaður
aðalsmaður, sem er fátækari en
foreldrar hans voru, eins og öll
hans stétt, en hefur séð sér hag-
kvæmast að snúa sér að land-
búnaði. Þessi ungi maður fylg-
ist vel með og ber gott skyn á
stjórnmál, og hjá honum ber
ekki á þeirri beiskju, sem ein-
kennir hrörnandi aðalstétt
meginlandsins. Könnuðinum
virðist hann vera reikull og
festulaus. Ég held, að þetta sé
vegna þess, að háð hans hafi
ekki skilizt.
Það er varasamt að draga al-
mennar ályktanir, og ég get
vel fallizt á, að það unga fólk,
sem valið var í könnunina, gefi
ekki að öllu leyti rétta mynd af
kynslóð sinni. Sumt sé ég þó, að
hefur almennt gildi. Aðeins tvö
þeirra, sem spurð voru, eru trú-
hneigð í alvöru í hinum gamla
skilningi. Önnur er sikileysk
stúlka af góðum ættum, sem
var konungssinni og fasisti.
Frændi hennar var ráðherra
hjá Mussolini. Hún ákvað að
verða kvikmyndaleikkona, þegar
hún sá, að harðstjóminni yrði
ekki lengra lífs auðið, en hefur
varðveitt guðrækni þá og
stranga siðaskoðun, sem ein-
kenndi hina ítölsku illvirkja.
Hin er brazilisk stúlka, alvöru-
laus með öllu, sem aðeins bíður
þess, að foreldrar hennar gifti
hana manni, sem er henni sam-
boðinn, hvað auð og metorð
snertir. Ég álít, að þessi tvö
dæmi leiði í ljós það, sem mér
finnst mikilvægt atriði, að fylgj-
endur hinna gömlu og viðteknu
siðakenninga ómaka sig ekki til
að innræta þær dyggðir, sem
mannkynið nú þarfnast. Þeir
dýrka undirgefni, hugsunarleysi