Úrval - 01.04.1953, Síða 9
SKOÐANAKÖNNUN
t
g'erist nútímaþjóð. Eins og flestir
ungir Arabar er Burhan heiilaður
af glæsileik og afrekum Vesturlanda.
1 klæðaburði fylgir hann nákvæmlega
tízku Evrópumanna, eins og flestir
stúdentar við Aleppó-háskólann.
Hann les amerísk tímarit af mikl-
um áhuga og fylgist með síðustu
duttlungum í klæðaburði, nýjustu
söngvum og kvikmyndastjörnum með
því að skrifast á við þrjár amerísk-
ar stúlkur. Það er honum mikið
metnaðarmál að keppa við bróð-
ur sinn, sem nú er í skóla í Ame-
xíku.
Faðir hans er meðmæltur áhuga-
málum hans. Hann hefur sannfærzt
am, að menntun sé aflgjafi, sem muni
færa sér og landi sínu bættan hag
og framfarir. Utan háskólans um-
gengst Jabri næstum eingöngu fjöl-
skyldu sína. Hann gerir við vélar
föður síns og heimsækir fjölda ætt-
ingja. Hann fer á veiðar og í reið-
túra og lítur stöku sinnum inn á mál-
fundi menningarfélaga. Hann skipt-
ir sér ekki opinberlega af stjórnmál-
um, því að stjómin hefur lagt bann
við sliku. Þó er hann eins og allir
jafnaldrar hans mikill þjóðernissinni
og vill losa Sýrland undan erlendum
áhrifum og skoðar Israel sem höf-
uðóvininn. Hann álítur, að til styrj-
aldar muni koma, þegar þrýst-
ingurinn innan frá knýr Israel til
að færa út landamæri sín til aust-
urs.
Afstaða hans er sú sama og ann-
arra jafnaldra hans í Sýrlandi: Djúp-
rættur grunur um yfirvofandi stríð
kemst ekki að fyrir glaðlyndi og um-
hyggju fyrir eigin framtíð.
Indland.
Anjali Hora frá
Santa Cruz á Ind-
landi dansar til
að afla sér brýn-
ustu lífsnauð-
synja, en hún
dansar einnig til
að láta í ljós ást
sína og trú á
mannkyninu. Hún er ákafur friðar-
sinni og nærist sú hugsjón jöfnum
höndum af trúarhneigð hennar
og sósíalískum stjómmálaskoðun-
um. En á báðum þeim sviðum
er hún mjög umburðarlynd, jafnvel
gagnvart stjórn Suður-Afríku, „sem
kemur ekki mjög vel fram við þá
Indverja, sem þar búa.“ Hún neitar
að skoða nokkurn mann sem óvin
sinn: „Fyrst og fremst verðum við
að hafa í huga bræðralag mannkyns-
ins.“ Þó að hún lifi erfiðu athafna-
lifi, er hún samt íhugul og draum-
lynd. Fjölskylda hennar er fátæk og
móðir hennar blind. Samhliða því að
kenna musterisdansa við einkaskóla
í Bombay, verðurhún að sjá um heim-
ilið. Það var mikil dirfska af hennar
hálfu að verða dansmær, því að til
skamms tíma voru það eingöngu
vændiskonur sem iðkuðu dansa á Ind-
landi. En viljastyrkur hennar og að-
stoð foreldranna unnu bug á öllum
erfiðleikum. Þó að hún kjósi gjarn-
an að eyða tómstundum sínum við
rökræður um guðspeki, hefur samt
erfiði og fátækt gert hana afar hag-
sýna. Á hverjum degi fer hún með
troðfullri lest til vinnu sinnar í Bom-
bay, og léttir undir með föður sínum