Úrval - 01.04.1953, Page 13

Úrval - 01.04.1953, Page 13
SKOÐANAKÖNNUN 11 ekki ósvipuð lífi Kesslaus sjáifs, lemstruð, þjökuð og ömurleg. Kesslau er námumaður, eins og faðir hans, sem fórst í námuslysi. Stjúpi hans fór til austurvígstöð'v- anna og kom ekki aftur. Hann býr með móður sinni, stjúpbróður sín- um 7 ára og systurdóttur sinni, og sofa þau öll i sama herbergi. Hann tekur fram, að þó íbúðin sé ekki stór, sé hún miklu betri en margra samstarfsrnanna hans. Þetta er leiguíbúð. „Við eigum ekkert", segir hann tómlega. Samt kemst Kesslau- fjölskyldan ekki illa af. Hann er aðalfyrirvinna heimilisins. Laun sín öll, 280 mörk á mánuði, fær hann móður sinni x hendur, sem lætur hann hafa 20 mörk í vasapeninga. Hann fer í bió þrisvar í viku og þykir mest gaman að grófum ítölsk- um kvikmyndum. Hann er vinsæll í námunum og á tvo nána vini, en enga vinkonu. Einu sinni á viku fer hann á bjórstofu, en af því að hann dansar ekki, situr hann og horfir á. Hann stendur tímunum saman upp við húsarústir og horfi á lestirnar fara fram hjá. Hann dreymir um að fara langt í burt, Ástralía væri tilvalinn staður, álítur hann. Á leið- inni í vinnuna fer hann fram hjá húsi, sem á er krotað vígorð kom- múnista „Die Gewehre ohne uns“ (við snertum ekki vopnin). Hann er ekki kommúnisti, en þessu er hann algerlega sammála. Hann hefur illar bifur á stjórnmálum og er friðarsinni. ,,Ég vil ekkert skipta mér af stjórn- málum," segir hann, en bætir við: „ég held, að S.Þ. séu til góðs. Þær vinna þarft verk. Ég hata engan og vil ekki berjast". Hann fékk hrein- fasískt uppeldi. Hann gekk i nazista- skóla, skráðist í Hitlers-æskuna, og í lok stríðsins var hann orðinn her- maður, 15 ára að aldri. Áður var hann rómantískur hetju- dýrkandi, en er nú orðinn bitur og vonsvikinn. „Ég varð í fyrstu fyrir miklum áhrifum frá nazistum, og því næst af stríðinu, en i stríðslok var ég ekki undir áhrifum frá nein- um.“ Hann langar til að kvænast og talar um saxneska stúlku, sem hann kynntist á stríðsárunum og skrifar öðru hvoru. Hann telur það sjálf- sagðan hlut, að hafa lifað áður með þeirri stúlku, sem hann kvænist. Jafn- vel sína eigin framtíð ræðir hann áhugalaust. „Þegar Klaus bróðir minn er orðinn nógu stór til að vinna, get ég farið að líta í kringum mig eftir konuefni. Ég býst við, að mín börn verði að alast upp á svipaðan hátt og ég sjálfur." Lífsviðhorf þessa unga Þjóðverja einkennist af sinnuleysi og bölsýni. „Ástandið er ekki gott, ég býst ekki við, að það lagist, og mér kæmi ekki á óvart, þó að það ætti eftir að versna. Ég býst við, að stríð geti skollið á innan skamms. Ég fæ engu um það ráðið, en ég ætla ekki að gerast sjálfboðaliði." Afstaða hans til annarra þjóða er þessi: „Þær ættu að láta okkur í friði." 1 Kesslau virðast kristallast allar meinsemdir Evrópu: Sannfæring um yfirvofandi hörmungar, vonleysi og andlegt hungur. 2*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.