Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
Kaktuseýðingarstöð ríkisins
reisti nú skordýrastöð í úthverfi
Brisbane og valdi 50 af þessum
tegundum til tilrauna. Þar voru
skordýrin látin venjast loftslag-
inu og tímgast, og síðan var
þeim dreift til minni stöðva víðs-
vegar á hinu sýkta svæði. Vís-
indamenn báru nokkurn ugg í
brjósti í sambandi við þessar
tilraunir, því að innflutt skordýr
gátu orðið meindýr, lagzt á
nytjajurtir og spillt þeim. En
með sveltitilraunum töldu þeir
sig geta girt fyrir þá hættu.
Þeir lokuðu skordýrin inni í búri
þar sem ekki var neinn þyrni-
perukaktus, en hinsvegar alls-
konar grænmeti, ávextir og aðr-
ar nytjajurtir og trjáplöntur.
Engin þessara skordýrategunda
lagðist á nytjajurtimar svo að
þeim yrði meint af.
Við þessar tilraunir reyndist
lirfa náttfiðrildisins Cactoblastis
cactorum, langskæðust þyrni-
perukaktusnum. I maí 1925 kom
vísindanefnd heim til Queens-
lands frá Argentínu og Uruguay
með 2750 egg þessa náttfiðrildis.
Fiðrildin, sem úr þeim eggjum
komu, voru eftir nokkra mánuði
búin að verpa 106.506 eggjaklös-
um. Á átján mánuðum ólu skor-
dýrafræðingar upp heilan her
skordýra í búrum. Eggjaklas-
amir — með 70—100 eggjum
hver — voru brátt orðnir nærri
hálf þriðja milljón. Að dreifa
þeim þannig, að lirfurnar, sem
úr þeim kæmu, gerðu sem mest
tjón, reyndist mikið þolinmæðis-
verk. Hver klasi var límdur á
örlítinn pappírsbleðil, sem síðan
var festur við plöntuna með
kaktusþyma.
1 þrjá mánuði á hverju ári
vann hópur manna að því að
safna eggjum í ræktunarbúrun-
um; síðan var þeim dreift um
landið. Frá 1925 til 1931 sendi
skordýrastöðin frá sér samtals
2750 millj. eggjaklasa. Kostn-
aður af þessu varð ekki nema
25.000 pund.
Árangurinn eftir fyrstu fjóra
mánuði þessarar herferðar var
furðulegur. Lirfumar grófu sig
inn í þykk, safarík blöðin og
jafnvel inn í stöngla og niður í
rætur, og kaktusinn gereyddist.
á stórum svæðum. Fiðrildin
dreifðu sér um æ stærra svæði.
Árið sem lauk í júní 1930 var
mesta sigurárið í baráttunni við
kaktusinn. Það ár hreinsuðu
náttfiðrildin 200.000 hektara
lands, á móti 12000 árið áður.
Það ár hófst einnig ræktun á
hinum eyddu svæðum.
Eyðingarmáttur lirfunnar var
næstum ótrúlegur. Á margra
mílna svæði með fram Moonie-
ánni var kaktusinn einráður
árið 1930. Flestar jarðir voru
þar í eyði og þjóðvegir að mestu
orðnir ófærir. En tveim árum
seinna hafði náttfiðrildislirfan
hreinsað 90% þessa svæðis.
Eftir tveggja áratuga órækt
var nú hægt að hef ja ræktun að
nýju. Árið 1936 var endurrækt-
unin komin í fullan gang, sáð
var grasi til beitar; nýbýli risu