Úrval - 01.04.1953, Page 35

Úrval - 01.04.1953, Page 35
HVERSVEGNA KAUPA MENN KLÁMRIT? 33 þá hættulausu aðferð að leita sér svölunar í lestri í stað þess að hætta sér út í lífið með öll- um þeim hættum sem því fylgir. Ef vér athugum þessa menn nánar, munum vér sjá að mörg- um þeirra finnst sem þeir séu að lesa upphátt fyrir einhvern ímyndaðan áheyranda. Þessir ó- lánsömu menn veita sér á þenn- an fátældega hátt félagsskap í lífinu. Og hinn mikli kostur við þennan félagsskap er í aug- um svona manns sá, að hinn þögli áheyrandi geíur ekki gert neinar kröfur til hans, getur ekki grafið sig inn í viðkvæmt tilfinningalíf hans, og með hon- um þarf hann ekki að lifa átaka- mikla tilfinningareynslu. Aðr- ir finna á hinn bóginn undar- lega fróun í að lesa klúr orð, sem þeir þora ekki sjálfir að segja upphátt í viðurvist ann- arra og sem í vitund þeirra hafa enn nokkuð af þeim töfrahljóm, sem hið talaða orð hefur haft frá upphafi. Með því að mæla með sjálfum sér þessi hættulegu orð, ná þeir valdi á veruleik- anum á hættulausan hátt. Þekki maður nafn tröllkonunnar, og geti sagt það, þá missir hún valdið yfir manni, segir í þjóð- sögunum. Segja má því með nokkrum rétti, að hið félagslega hlutverk klámritanna sé að láta í té kyn- örvun þeim mönnum, sem ekki geta fengið hana með öðru móti, en finnst þeir þurfa á henni að halda. Það er ekki endilega sjálf- sagt, að þetta sé skaðlegt, það er raunar hægt að hugsa sér þannig ástæður, að menn sem þjást af kynferðislegu óeðli, geti haldið hvötum sínum í skef j- um með því að lesa klámrit og fá þannig útrás og forða sér og öðrum frá kynferðisglæpum. Vér getum því ekki fullyrt, að klámrit séu alltaf og öllum til ills, en auðvitað eru margar skuggahliðar á málinu. Alvar- legasta hættan er að mínu viti sú, að æskumenn sem eru fá- kunnandi um þátt kynlífsins í samfélaginu, fái rangar hug- myndir um þessi mál á þeim aldri þegar mest á ríður að þeir fái rétta fræðslu. Það er kannski ekki svo mikil hætta á að slíkt valdi óbætanlegu tjóni, en eins og samfélagi voru er háttað, er alltaf mjög erfitt fyrir ungling- inn að aðhæfa kynlíf sitt kröf- um þess, og þessvegna er allt sem torveldar þá aðhæfingu tii ills. Sú tilfinning, að kynlífið sé eitthvað saurugt og syndsam- legt, eitthvað sem fara þurfi með í felur, hlýtur að sjálfsögðu að magnast við pukurlestur á klám- ritum. Er þá ekki réttast, að banna sölu á klámritum? Ja — hver er í öllum tilfellum dómbær um hvað er klámrit og hvað ekki? I sumum ríkjum Bandaríkjanna hafa góðar, listrænar bækur ver- ið bannaðar af því einu að á nokkrum síðum þeirra var f jall- að um kynferðismál. Þessar ráð- stafanir hafa reynzt allsendis 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.