Úrval - 01.04.1953, Page 38

Úrval - 01.04.1953, Page 38
36 tJRVAL. „Eiginkonur hafa hækka>ð stórlega í verði,“ sagði hann, „og það er orðið erfitt að finna góða konu.“ „En Múhammeð,“ andmælti ég, „ég hélt þú værir kvænt- ur.“ „Já, auðvitað er ég kvænt- ur,“ svaraði hann. „Ég á tvær konur heima í Pesjavar. Það- an eru vandræðin komin.“ Og hann sagði mér alla sína hjónabandssögu. Svo virtist sem Múhammeð hefði í fyrra- sumar tekið ógleði nokkra. „Skuggi ömurleika virtist stöð- ugt hvíla yfir mér,“ eins og hann orðaði það sjálfur. Hann tók að venja komur sínar í veitingastofur Pesjavar. Þar drakk hann kaffi með vinum sínum, át sætindi og horfði á dansmeyjarnar sem sóttar höfðu verið til Lahore til að skemmta pótentátum borgar- innar. Einn morgun kom fyrri kona Múhammeðs inn í herbergið til hans og settist auðmjúk við hvílu hans: „Húsbóndi okkar er hryggur,“ sagði hún, „og er hættur að koma til okkar í kvennabúrið. Við höfum búið honum dýrindis rétti og lært nýja söngva, en húsbóndi okk- ar virðist fremur kjósa mat veitingahúsanna og söng kvennanna að sunnan.“ Og svo hafði hún spurt auð- mjúklega: „Er húsbóndinn orð- inn leiður á okkur?“ Múhammeð varð ónotalega við þessi orð konu sinnar, sem hafði af næmleik sínum fundið orsök ógleði hans. Hann hafði kvænzt fyrri konu sinni þegar hann var fjórtán ára og hún tólf; seinni konuna hafði hann tekið sér fimm árum síðar. Þær voru eins og blóm á heimili hans, en blóm sem tekin voru að fölna dálítið, fannst honum. Viku seinna hafði Múhamm- eð komið í skylduheimsókn í kvennabúrið, þar sem hann horfði á seinni konu sína máta gagnsæjan silkiklæðnað, er hún hafði tekið með sem friðarfórn. „Ef til vill,“ sagði hún ísmeygi- lega, „færi þetta betur á ungri konu. Okkur langar til að fá aðra stúlku í kvennabúrið.“ Múhammeð tók vísbending- una til greina og skömmu síð- ar ferðbjó hann sig til lands herskárra manna og undurfag- urra kvenna að kaupa sér þriðju konuna í kvennabúr sitt. En erfiðleikar hans voru rétt að byrja. „Fyrir styrjöldina," sagði hann, „kostaði fimmtán ára blómarós, sem kunni að syngja og dansa og var hrein eins og fjallaþeyrinn, í mesta lagi 100.000 afganis eða 6000 ameríska dollara. En konuverð er nú eins og allt annað komið upp úr öllu valdi. Kunningi minn einn borgaði nýlega hálfa milljón afganis fyrir viðbót í kvennabúrið sitt. Og hún kunni ekki einu sinni að syngja.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.