Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 64

Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 64
Áfangi á framfarabraut vísindanna. HI. IJr bókinni „The Origin of Species", eftir Charles Darwin. T. H. Huxley um „Uppruna teg:imdanna“: „Uað er efamál að nokkur bók nema Principia (Nevvtons) hafi valdið svo miklum og: snöggum breytingum á sviði vísindanna eða liaft jafndjúptæk áhrif á hugsunarliátt almennings". SKYLDLEIKA allra lífvera af sömu fylkingu hefur stund- um verið líkt við stórt tré. Ég hygg að þessi samlíking sé 1 meginatriðum rétt. Laufgaðar greinar geta táknað lifandi teg- undir; og þær sem uxu fyrr á árum geta táknað hina löngu röð útdauðra tegunda. Á sérhverju vaxtarskeiði hafa allar hríslur, sem eru að vaxa reynt að breiða úr sér og yfir- skyggja og drepa þær hríslur og greinar, sem umhverfis þær eru, á sama hátt og tegundir og hópar tegunda hafa á öllum tímum vaxið yfir höfuð öðrum tegundum í hinni miklu baráttu fyrir lífinu. Gildir limir, sem greindust í stórar greinar, er síðar greindust í minni greinar voru sjálfir einu sinni, þegar tréð var ungt, brumberandi kvistir, og þessir marggreindu kvistir, sem mynda tengsl milli gamalla og nýrra bruma, geta táknað flokkun allra útdauðra og lifandi tegunda í mismunandi skylda hópa. Af þeim mörgu greinum, sem báru lauf þegar tréð var ungt, hafa aðeins tvær eða þrjár orð- ið að gildum stofnum, sem þó lifa og bera aðrar greinar; á sama hátt hafa örfáar af þeim tegundum, sem lifðu á löngu- liðnum tímabilum jarðsögunnar látið eftir sig lifandi og breytta afkomendur. Frá því að tréð skaut upp fyrstu grein sinni, hafa margir kvistir og greinar rotnað og dottið af; og þessar föllnu greinar af ýmsum stærð- um geta táknað þá flokka, ætt- bálka og ættir, sem ekki eiga neina lifandi fulltrúa, og sem vér þekkjum aðeins sem stein- gervinga. Á sama hátt og vér sjáum hér og þar grannvaxna bera grein, sem teygir sig upp úr kverk milli stofns og greinar neðarlega á trénu, og sem fyrir einhverja tilviljun hefur notið hagstæðra lífsskilyrða og er enn lifandi í toppinn, þannig sjáum vér stundum dýr eins og lungna- fiskinn (Lepidosiren), sem að einhverju litlu leyti tengir með skyldleika sínum tvær stórar greinar lífsins, og sem virðist hafa komizt hjá banvænni sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.