Úrval - 01.04.1953, Page 65
ÞRÓUNARKENNING DARWINS
63
Charles Darwin fœddist í Shrews-
bury i Englandi 12. febrúar 1809.
Afi hans var Erasmus Darwin, merk-
ur náttúrufræðingur og skáld. Faðir
hans var nafnkunnur læknir; móðir
hans var dóttir Josiah Wedgewood,
sem var kunnur leirkerasmiður. Dar-
win kvæntist frænku sinni Emmu
Wedgewood árið 1839.
Hann var settur til náms í Shrews-
burymenntaskóla, en hafði meiri hug
á að athuga fugla og safna bjöll-
um og fiðrildum en að lesa grísku
og latínu. Árið 1825 hóf hann lækna-
nám við háskólann í Edinborg, en
fékk svo mikla óbeit á skurðlækning-
um og krufningu, að hann hætti
náminu eftir tvö ár. Hann var öllum
stundum úti í náttúrunni og safnaði
skordýrum, skeljum og steinum. Til
þess að fá embættispróf hóf hann
nám í guðfræði og lauk þvi árið 1831.
Það ár fór rannsóknarskipið The
Beagle (Sporhundurinn) í visinda-
leiðangur umhverfis jörðina og var
Darwin ráðinn sem náttúrufræðingur
leiðangursins, þá 23 ára. I þessum
leiðangri, sem stóð i fimm ár, safn-
aði Darwin miklum náttúrufræðileg-
um gögnum og gerði merkilegar at-
huganir og varð sá efniviður undir-
staðan að kenningu hans um upp-
runa tegundanna. Þegar hann kom
heim úr þessum leiðangri, 27 ára
gamall, voru skoðanir hans um
þróunarkenninguna í meginatriðum
mótaðar, og alla sína löngu starfs-
ævi vann hann að því að renna und-
ir hana æ fleiri stoðum vísindalegra
athugana og sannana.
Það liðu samt 23 ár áður en hann
gaf út bók sína Uppruna tegundanna.
Darwin var fullljóst að hann boðaði
með henni gjörbyltingu á viöhorfi og
skilningi mannanna til lífsins á jörð-
inni. Fram að þeim tíma var það
viðurkennd skoðun að hinar ýmsu
tegundir væri óbreytanlegar og hefðu.
veriö eins frá sköpun sinni, enda var
það i samræmi við sköpunarsögu
biblíunnar. Það mun eins dæmi að
vísindarit veki jafnmikla og al-
menna athygli og bók Darwins gerði
þegar hún kom út 24. nóvember
1859. Allt upplagið, 1250 eintök, seld-
ist samdægurs. Árið eftir kom 2.
útgáfa, 3000 eintök, 3. útgáfa 1861,
hin fjórða 1866, fimmta 1869 og
sjötta 1872.
Þróunarkenningin varð strax sam-
ræðuefni um allan hinn menntaða.
heim. Margir lærdómsmenn voru van-
trúaðir á hana, en Darwin eignaðist
brátt hóp aðdáenda og áhangenda
sem studdu hann í baráttunni við
andstæðingana og reyndist dýrafræð-
ingurinn T. H. Huxley þeirra skel-
eggastur.
Darwin skrifaði margar fleiri bæk-
ur — um jarðfræði, grasafræöi og
dýrafræði — og urðu sumar þeirra
tilefni vísindalegra deilna. Hann lézt
19. apríl 1882 og hlaut legstað í
Westminster Abbey.
Kaflinn sem hér birtist úr Upp-
runa tegundanna er niðurlag 4. kapí-
tula -— þeim kapítula sem Darwin
kallaði sjálfur „toppsteininn í hvelf-
ingu þróunarinnar."
keppni með því að lifa á stað
þar sem fáar hættur verða á
vegi hans.
Á sama hátt og brum vaxa
og verða upphaf að nýjum brum-
um, sem breiða út lim sitt, ef
þau eru þróttmikil, og yfir-
skyggja margan veikan teinung,
þannig held ég að kynslóðirn-
ar hafi verið á hinu mikla tré
lífsins, sem fyllir jarðskorpuna
með dauðum og brotnum kvist-
um sínum, og þekur yfirborð
hennar með hinum fögru grein-
um sínum, sem sífellt eru að
skjóta nýjum teinungum.