Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 65

Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 65
ÞRÓUNARKENNING DARWINS 63 Charles Darwin fœddist í Shrews- bury i Englandi 12. febrúar 1809. Afi hans var Erasmus Darwin, merk- ur náttúrufræðingur og skáld. Faðir hans var nafnkunnur læknir; móðir hans var dóttir Josiah Wedgewood, sem var kunnur leirkerasmiður. Dar- win kvæntist frænku sinni Emmu Wedgewood árið 1839. Hann var settur til náms í Shrews- burymenntaskóla, en hafði meiri hug á að athuga fugla og safna bjöll- um og fiðrildum en að lesa grísku og latínu. Árið 1825 hóf hann lækna- nám við háskólann í Edinborg, en fékk svo mikla óbeit á skurðlækning- um og krufningu, að hann hætti náminu eftir tvö ár. Hann var öllum stundum úti í náttúrunni og safnaði skordýrum, skeljum og steinum. Til þess að fá embættispróf hóf hann nám í guðfræði og lauk þvi árið 1831. Það ár fór rannsóknarskipið The Beagle (Sporhundurinn) í visinda- leiðangur umhverfis jörðina og var Darwin ráðinn sem náttúrufræðingur leiðangursins, þá 23 ára. I þessum leiðangri, sem stóð i fimm ár, safn- aði Darwin miklum náttúrufræðileg- um gögnum og gerði merkilegar at- huganir og varð sá efniviður undir- staðan að kenningu hans um upp- runa tegundanna. Þegar hann kom heim úr þessum leiðangri, 27 ára gamall, voru skoðanir hans um þróunarkenninguna í meginatriðum mótaðar, og alla sína löngu starfs- ævi vann hann að því að renna und- ir hana æ fleiri stoðum vísindalegra athugana og sannana. Það liðu samt 23 ár áður en hann gaf út bók sína Uppruna tegundanna. Darwin var fullljóst að hann boðaði með henni gjörbyltingu á viöhorfi og skilningi mannanna til lífsins á jörð- inni. Fram að þeim tíma var það viðurkennd skoðun að hinar ýmsu tegundir væri óbreytanlegar og hefðu. veriö eins frá sköpun sinni, enda var það i samræmi við sköpunarsögu biblíunnar. Það mun eins dæmi að vísindarit veki jafnmikla og al- menna athygli og bók Darwins gerði þegar hún kom út 24. nóvember 1859. Allt upplagið, 1250 eintök, seld- ist samdægurs. Árið eftir kom 2. útgáfa, 3000 eintök, 3. útgáfa 1861, hin fjórða 1866, fimmta 1869 og sjötta 1872. Þróunarkenningin varð strax sam- ræðuefni um allan hinn menntaða. heim. Margir lærdómsmenn voru van- trúaðir á hana, en Darwin eignaðist brátt hóp aðdáenda og áhangenda sem studdu hann í baráttunni við andstæðingana og reyndist dýrafræð- ingurinn T. H. Huxley þeirra skel- eggastur. Darwin skrifaði margar fleiri bæk- ur — um jarðfræði, grasafræöi og dýrafræði — og urðu sumar þeirra tilefni vísindalegra deilna. Hann lézt 19. apríl 1882 og hlaut legstað í Westminster Abbey. Kaflinn sem hér birtist úr Upp- runa tegundanna er niðurlag 4. kapí- tula -— þeim kapítula sem Darwin kallaði sjálfur „toppsteininn í hvelf- ingu þróunarinnar." keppni með því að lifa á stað þar sem fáar hættur verða á vegi hans. Á sama hátt og brum vaxa og verða upphaf að nýjum brum- um, sem breiða út lim sitt, ef þau eru þróttmikil, og yfir- skyggja margan veikan teinung, þannig held ég að kynslóðirn- ar hafi verið á hinu mikla tré lífsins, sem fyllir jarðskorpuna með dauðum og brotnum kvist- um sínum, og þekur yfirborð hennar með hinum fögru grein- um sínum, sem sífellt eru að skjóta nýjum teinungum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.