Úrval - 01.04.1953, Page 80

Úrval - 01.04.1953, Page 80
78 ÚRVAL inu. Komdu með mér til hallar- innar, ég skal vita hvað ég get gert fyrir þig.“ Koma með til hallarinnar? Augun verða stór af hræðslu. Hann tekur eftir því og flýtir sér að bæta við: „Eg ætla mér ekkert illt, Karin. Ég ætla bara að gefa þér eitthvað fallegt. Lof- aðu mér það!“ Hann lítur svo biðjandi á hana að henni hverfur allur ótti. Hann, konungurinn, biður hana bónar! Hún brosir. Kannski gef- ur hann henni kjól eða silki- band um hárið. En skrítið er það. Eiríkur konungur er jafn- undrandi. Þetta barn, þessi stúlka — aldrei hefur nokkur kona vakið svona tilfinningar hjá honum. Það er eins og skyndilega birti í sál hans og djúpur friður sezt að í brjósti hans. En hvað segir fjölskyldan, ekkjudrottningin stjúpmóðir hans og systkinin, þegar hann kemur með þessa almúgastúlku ? Honum er sama hvað þau segja, hann er konungurinn. Skömmu síðar leiðast Eiríkur konungur og Karin Mánadóttir í áttina til hallarinnar. Mikil- vægasti þátturinn í lífi þeirra beggja er hafinn. Og sólin skín yfir hallargarðinn í allri sinni dýrð. Það er eins og hún vilji leggja blessun sína ^drir þessi kynni, sem eiga eftir að verða svo stormasöm, en þrátt fyrir allt sælurík. Eiríkur konungur XIV var einkabarn Gústafs Vasa og fyrstu konu hans Katrínar af Sachsen-Lauenburg. Hún var ó- stýrilát og móðursjúk og dó 1535, þegar Eiríkur var tveggja ára. Skömmu síðar kvæntist Gústaf sænskri aðalskonu. Hjónaband þeirra var farsælt, þau eignuð- ust 10 börn og náðu 7 fullorð- insaldri. Eiríkur var erfiður drengur. Geðveiki var í báðum ættum hans. Hann var tortrygginn eins og faðirinn, ofsafenginn og duttlungafullur. Stjúpmóðirin var mjög ströng við hann. Það er auðvelt að skilja einmana- kennd hins móðurlausa drengs, sem var eins og hálf utan við fjölskylduna og óvild hans í garð elzta hálfbróðurins, sem seinna varð Jóhann III og var augasteinn foreldra sinna. Eigi að síður veitti Gústaf Vasa elzta syni sínum ágæta menntun. Geðveiklun samfara ríkulegum gáfum var sterkur þáttur í Vasaættinni, og Eirík- ur XIV var einn af gáfuðustu og mentuðustu konungum Svía. Auk þess var hann listfengur — hann orti Ijóð, samdi lög og teiknaði. Margar teikningar hans eru enn til og bera vott um góða hæfileika. Við aðrar aðstæður hefði hann án efa getað orðið merkur listamaður, en sem rík,- ur konungssonur fékk hann að- eins tækif æri til að þroska ýmsa verstu eiginleika sína. Hann var hár og grannur,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.