Úrval - 01.04.1953, Side 81

Úrval - 01.04.1953, Side 81
KONUNGLEGAR ÁSTTR 79 með reglulega andlitsdrætti, blá, blæbirgðarík augu, rautt, hrokk- ið skegg og fíngerðar hendur. „Glæsilegasti þjóðhöfðingi Ev- rópu“ var hann kallaður, og var þessi ytri glæsileiki allt annað en siðferðilegur styrkur fyrir hann. Konur dáðu hann, og þeg- ar hann hitti Karin Mánadótt- ur, átti hann mörg ástarævin- týri að baki sér. Ekki er þó svo að skilja, að hann hafi verið verri en bræður hans, sem flest- ir höfðu tekið sér ástmeyjar. Með auðugri konu í Stokkhólmi átti Eiríkur tvær dætur. Hét hún Agda Pétursdóttir og var gift, en dæturnar voru aldar upp í höllinni hjá Katrínu ekkju- drottningu, þriðju konu Gústafs konungs. Eftir dauða Gústafs konungs, 1560, varð Eiríkur konungur og skömmu síðar lét hann krýna sig í Uppsölum með meiri við- höfn en áður hafði þekkzt á Norðurlöndum. Innreið hans í Stokkhólm var jafnviðhafnar- mikil. í upphafi reyndist Eiríkur duglegur stjórnandi, hann kippti í lag mörgu sem aflaga hafði farið. En brátt tók að síg á ó- gæfuhlið. Gústaf Vasa hafði gert þá skyssu að gefa sonum sínum, hertogunum, of mikil völd — og það notuðu þeir sér, einkum Jóhann. Einkaráðgjafi konungs, Göran Persson, var undirförull og reyndist honum mikill óþurftarmaður. Hann blandaði sér í öll mál konungs: styrjaldimar, deilumar við að- alinn og ósættið við bræðurna. Að hans ráðum hélt Eiríkur Jó- hanni bróður sínumogkonu hans í fangelsi í Gripsholmhöll í nærri 4 ár, og reyndist það konungi dýrt síðar. Eiríkur hafði margt á prjón- unum í hjónabandsmálum. Gegn- um sendimenn bað hann El- ísabetar englandsdrottningar, Maríu Stúart og prinsessanna Kristínar af Hessen og Renata af Lothringen — og jafnframt hafði hann augastað á mörgum sænskum aðalsmeyjum. En ár- angurinn varð enginn. Konung- ur var reikull í ráði og margir gerðust til að ráðleggja honum. Þannig stóðu málin, þegar Karin Mánadóttir varð á vegi hans. Um bernsku Karinar er sama og ekkert vitað. Eiríkur hefur skrifað í dagbók sína, að hún sé fædd 5. nóv. 1550, seinna breytir hann mánaðardeginum í 5. okt. Faðirinn var bóndason- ur frá Norrlandi, ’iðþjálfi og fangavörður í Stokkhólmi. Það mun hafa verið illa launað starf, því á heimilinu var mikil fátækt. Móðirin seldi hnetur á torginu. Sennilega hafa þau búið í litlu húsi skammt frá höllinni. Svo virðist sem foreldrarnir hafi dá- ið snemma. Hvað konungsfjölskyldan sagði, þegar konungur kom með Karin vitum við ekki, en sama kvöldið var henni komið fyrir í litlu herbergi við hliðina á svefnherbergi Elísabetar prins-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.