Úrval - 01.04.1953, Síða 81
KONUNGLEGAR ÁSTTR
79
með reglulega andlitsdrætti, blá,
blæbirgðarík augu, rautt, hrokk-
ið skegg og fíngerðar hendur.
„Glæsilegasti þjóðhöfðingi Ev-
rópu“ var hann kallaður, og var
þessi ytri glæsileiki allt annað
en siðferðilegur styrkur fyrir
hann. Konur dáðu hann, og þeg-
ar hann hitti Karin Mánadótt-
ur, átti hann mörg ástarævin-
týri að baki sér. Ekki er þó svo
að skilja, að hann hafi verið
verri en bræður hans, sem flest-
ir höfðu tekið sér ástmeyjar.
Með auðugri konu í Stokkhólmi
átti Eiríkur tvær dætur. Hét hún
Agda Pétursdóttir og var gift,
en dæturnar voru aldar upp í
höllinni hjá Katrínu ekkju-
drottningu, þriðju konu Gústafs
konungs.
Eftir dauða Gústafs konungs,
1560, varð Eiríkur konungur og
skömmu síðar lét hann krýna
sig í Uppsölum með meiri við-
höfn en áður hafði þekkzt á
Norðurlöndum. Innreið hans í
Stokkhólm var jafnviðhafnar-
mikil.
í upphafi reyndist Eiríkur
duglegur stjórnandi, hann kippti
í lag mörgu sem aflaga hafði
farið. En brátt tók að síg á ó-
gæfuhlið. Gústaf Vasa hafði
gert þá skyssu að gefa sonum
sínum, hertogunum, of mikil
völd — og það notuðu þeir sér,
einkum Jóhann. Einkaráðgjafi
konungs, Göran Persson, var
undirförull og reyndist honum
mikill óþurftarmaður. Hann
blandaði sér í öll mál konungs:
styrjaldimar, deilumar við að-
alinn og ósættið við bræðurna.
Að hans ráðum hélt Eiríkur Jó-
hanni bróður sínumogkonu hans
í fangelsi í Gripsholmhöll í nærri
4 ár, og reyndist það konungi
dýrt síðar.
Eiríkur hafði margt á prjón-
unum í hjónabandsmálum. Gegn-
um sendimenn bað hann El-
ísabetar englandsdrottningar,
Maríu Stúart og prinsessanna
Kristínar af Hessen og Renata
af Lothringen — og jafnframt
hafði hann augastað á mörgum
sænskum aðalsmeyjum. En ár-
angurinn varð enginn. Konung-
ur var reikull í ráði og margir
gerðust til að ráðleggja honum.
Þannig stóðu málin, þegar Karin
Mánadóttir varð á vegi hans.
Um bernsku Karinar er sama
og ekkert vitað. Eiríkur hefur
skrifað í dagbók sína, að hún
sé fædd 5. nóv. 1550, seinna
breytir hann mánaðardeginum
í 5. okt. Faðirinn var bóndason-
ur frá Norrlandi, ’iðþjálfi og
fangavörður í Stokkhólmi. Það
mun hafa verið illa launað starf,
því á heimilinu var mikil fátækt.
Móðirin seldi hnetur á torginu.
Sennilega hafa þau búið í litlu
húsi skammt frá höllinni. Svo
virðist sem foreldrarnir hafi dá-
ið snemma.
Hvað konungsfjölskyldan
sagði, þegar konungur kom með
Karin vitum við ekki, en sama
kvöldið var henni komið fyrir
í litlu herbergi við hliðina á
svefnherbergi Elísabetar prins-