Úrval - 01.04.1953, Page 93

Úrval - 01.04.1953, Page 93
SYNDARAR 91 nú! Sjáðu til! Tökum til dæmis þá synd sem er algengust allra. Hefur þú nokkumtíma verið . . . verið, eins og það er stundum orðað, . . . verið með strák?“ ,,Já, ég hef — einu sinni, Faðir.“ „Sjáum til!“ Hann strauk sér um ennið eins og maður sem staddur er í miklum hita. „Þú fórst, hvað ég vildi nú sagt hafa . . . eee . . . fórst með honum út að ganga?“ „Já,“ stundi stúlkan. „Og við fórum bak við hús.“ „Jæja, hvað skal segja. Var, hvað ég vildi nú sagt hafa, . . . eee . . ., átti sér nokkuð sérstakt stað á milli ykkar?“ „Ég veit það ekki, Faðir.“ „Þú veizt hvað það er að haga sér ósæmilega, er það ekki?“ hrópaði kanúkinn. Hún andaði ótt og títt. Hún sagði ekkert. Hún starði á hann. „Veslings, veslings bam, þú virðist hafa litla reynslu af heiminum. En við verðum að komast að sannleikanum. Fór hann — fórst þú — fór annað hvort ykkar nokkurntíma yfir velsæmistakmörkin ?“ „Ég veit það ekki, Faðir." Kanúkinn andaði frá sér svo að hvein við. Hann var að verða magnþrota, en hann vildi ekki gefast upp. Hann strauk hárið fram og á móti laginu og varð af þessu tryllingslegur ásýndirm. Hann tók af sér lonétturnar og þurrkaði þær. „Þú skilur mælt mál, er það ekki? Segðu mér nú, segðu Guði Almáttugum sannleikann. Leyfðirðu honum nokkurntíma að fara of langt?“ „Já, Faðir. Ég meina nei, Fað- ir. Við vomm bak við húsið. Nei, Faðir. Við gerðum ekki neitt. Ekki neitt mikið, meina ég.“ „Fimm ár,“ stundi kanúkinn, og hann hamraði lærið á sér með hnefanum. „Og ekkert sem þú þarft að segja. Hvers konar kristið ...?“ Hann ákvað að gera síðustu tilraun, aðeins eina tilraun enn. „Snerti hann nokk- urn tíma líkama þinn?“ spurði hann afdráttarlaust. „Nei, Faðir. Það er að segja, ég meina — nei, Faðir.“ Hún var nú farin að kjökra aftur, og kanúkinn sló frá sér höndunum í fullkominni upp- gjöf. „Svona nú, bamið mitt,“ sagði hann mildilega. „Farðu nú með iðrunarbænina, og ég skal veita þér aflausn." „Faðir,“ hvíslaði hún, og augu hennar voru svört að sjá gegnum ljórann, „ég var einu sinni uppi í rúmi með honum.“ Kanúkinn leit á hana. Hún hörfaði dálítið aftur á bak. Hann hallaði sér líka aftur og leit úr fjarska í andlit hennar hinum megin við vírgrindina í ljóran- um. Því næst fór hann að brosa. Munnur hans gliðnaði smám- saman sundur í breitt bros. Hon- rnn hafði auðsæilega létt mikið. „Bamið mitt,“ hvíslaði hann,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.