Úrval - 01.04.1953, Qupperneq 99
FLÓTTINN ÚR PARADlS
97
Ungfrú Eide fór að söngla og
stakk upp á að þau fengju sér
göngutúr úteftir ströndinni.
Stefansen lektor leit á klukk-
una og kvaðst gjarnan vilja fara
með henni.
„En það er ekkert gaman að
koma seint í matinn“, sagði
hann. „Þú þekkir mömmu.“
„Við höfum klukkutíma til
stefnu“, sagði ungfrú Eide. „Ég
var að koma heiman frá þér.“
„Jæja, varstu heima?“ sagði
Stefansen.
Þau gengu gegnum bæinn og
niður að sjónum og settust á
trjábol. Stefansen lektor kastaði
steini út á sjóinn, hann fleytti
kerlingar eins og hann var van-
ur að gera þegar hann var
strákur. Steinamir hoppuðu eft-
ir vatnsfletinum og hvert hopp
var „fiskur.“ f eitt skiptið fékk
hann hvorki meira né minna en
10 „fiska“. Ungfrú Eide fékk
aldrei meira en þrjá. Hann færði
sig spottakom frá ungfrú Eide
til þess að geta sveiflað hand-
leggnum.
„Nú fleytum við ekki lengur
kerlingar,“ sagði ungfrú Eide.
„Nei,“ sagði Stefansen lektor.
Hann náði sér í spýtu og gróf
skel upp úr sandinum. Ungfrú
Eide fór að söngla. Stefansen
lektor tróð í pípuna sína, kveikti
í henni og varð hugsi. Hann fór
að hugsa um að hann hefði
verið með ungfrú Eide síðasta
misserið, að honum litizt vel á
hana, hún væri þrjátíu og
tveggja ára gömul eins og hann
Arthur Omre er einn af fremstu
nútímarithöfundum Norðmanna.
Hann er fæddur 1887, en um ævi
hans er lítið vitað og sjálfur er hann
fáorður um hana. Vitað er þó að
hann hefur lifað mjög- breytilegu
lifi, verið til sjós og dvalið langdvöl-
um í Bandaríkjunum, fékkst þar m.
a. við blaðamennsku, aðallega sem
sakamálafréttaritari. 1 umbrotasömu.
lífi hefur hann haft náin kynni af
margskonar umhverfi og fólki, m. a.
því fólki sem lifir ábotnisamfélagsins.
Hann gaf út fyrstu bók sína fyrir
17 árum, þá nærri fimmtugur. Það
var stutt skáldsaga, Smyglarar, ó-
venju þroskað og hnitmiða byrjanda-
verk. Síðan kom hver skáldsagan
á fætur annarri, þar á meðal Flótt-
inn, sem er framhald af Smyglurum,.
og Intermezzo, sem er hugljúf ástar-
saga. Auk þess hefur komið út eftir
hann hvert smásagnasafnið á fætur
öðru og nýtur frásagnarsnilld Omre
sín ef til vill hvergi betur en í hinu
knappa formi smásögunnar.
Sagan sem hér birtist er alveg ný,
kom út í janúarhefti smásagnatíma-
ritsins All várldens beráttare. Norskt
kvikmyndafélag er að hefja töku
myndar sem byggist á þessari sögu.
sjálfur, dóttir Eide timburkaup-
manns, sem var velefnaður.
Stefansen lektor hugsaði með
sér, að á betra kvonfangi ætti
hann tæpast völ. Falleg og stað-
föst stúlka. í fyrstu hafði hún
skopast að feimnislegum tilburð-
um hans.
„Þið farið til Grimstad á
laugardaginn, hef ég frétt“,
sagði hún. „Við Mimi höfum rætt
málið. Við getum fengið leigðan
lítin sumarbústað þar niður frá.
Hvað segir þú um það? Við
Hvað segirðu um það? Við get-
um líka fengið lánaðan vélbát.“'