Úrval - 01.04.1953, Page 107

Úrval - 01.04.1953, Page 107
FLÓTTINN ÚR PARADlS 105 Svo sagði hún allt í einu: „Þér skiljið, í kvöld getið þér ekki komið heim með mér. Ég hef tvö snotur herbergi, en bróðir mirrn býr hjá mér í nokkra daga. Hann á konu og tvö börn. Þér skiljið, það er ekki hægt. Hann á heima í Rouen. En við getum gengið dálítið lengra eftir þess- ari götu, það tekur ekki nema þrjár mínútur. Við getum leigt sæmilegt herbergi þar. Og það er alls ekki dýrt.“ ,,Ha,“ sagði Stefansen lektor. „Nei, við förum ekki þangað, Lucia.“ „En hvert eigum við þá að fara?“ „Getum við ekki fengið okk- ur einhversstaðar að borða?“ sagði hann. Hún vissi af góðum veitinga- stað skammt þaðan. Hún vildi gjarnan borða, en mátti ekki vera lengi. Þau fundu veitinga- húsið, lítið og gott veitingahús. Maturinn var betri en hjá Dubo- is, en líka miklu dýrari. Þau drukku flösku af léttu víni. Ste- fansen lektor leið illa, þegar hann fór að borga. Honum fannst hann hafa illa ráð á svonalöguðu, og honum fannst þetta vera svo mikill óþarfi. En svona í eitt skipti . . . Á heimleiðinni gekk hún hratt og hélt í handlegg hans. Fyrir utan kaffihúsið sagði hún: „Þetta var skemmtilegt. Það er leitt, að þér skuluð ekki geta komið heim með mér. En eftir nokkra daga . . .“ „En ég hafði ekki hugsað mér að fara með yður heim,“ sagði hann rólega. „Jæja,“ sagði hún. „En hvað höfðuð þér þá hugsað yður?“ „Bara að vera einn með yð- ur,“ sagði hann. „Labba um og tala við yður.“ „Ha? Hvað segið þér? Ja, þér eruð skrítinn fugl.“ Lucia settist hjá Maríu og Ge- orgette. Þær stungu saman nef j- um. Lucia talaði lágt og baróttá. María og Georgette gáfu honum hornauga, brostu, hlógu dálítið, ypptu öxlum. Rétt á eftir fóru þær allar að dansa. Stefansen lektor fór út, reikaði um, fór svo aftur heim, upp í herbergið sitt og lagði sig. Hann heyrði óljóst að fatlaði maðurinn var að leika á píanóið. Stefansen lektor hélt áfram sínum daglegu áhlaupum á Par- ís, snæddi léttan morgunverð hjá Dubois, hélt niður í borgina, ók með almenningsbifreiðum, jám- brautarlestum og sporvögnum og gekk mikið. Um miðjan dag- inn fékk hann sér máltíð á prix fixe, drakk dálítið af þunnu öli og hélt áfram akstri sínum um borgina fram eftir deginum. Hann skrifaði í dagbækur sín- ar, það tók tvo tíma, borðaði hjá Dubois, hélt áfram með dag- bækurnar, skrifaði í þær á hverj- um degi, vann reglubundið eins og klukka, og hafði enga hug- mynd um að hann væri að vinna. *
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.