Úrval - 01.04.1953, Side 112

Úrval - 01.04.1953, Side 112
110 ■ORVAL gott að láta þig kyssa mig ... Jæja, farðu nú og sæktu tösk- umar þínar.“ Mánudagur, þriðjudagur, mið- vikudagur, fimmtudagur, föstu- dagur. Á mánudeginum fór Ste- fansen lektor með hana út og keypti heilmikið af fallegum föt- um handa henni, rándýrum. Honum var sárt um peninga, en þó borgaði hann þetta. Lucia, sem var bæði ung og snotur, varð blátt áfram falleg. Þau leiddust í mannhafi borgarinnar, sátu á gangstéttarveitingastöð- um, fóru í bíó, fjölleikahús og leikhús, og síðan heim. Og dag- amir fimm hurfu, urðu að ein- hverju umliðnu, vom skráðir einhversstaðar sem fimm dag- ar í lok ágústmánaðar, árið 1947, að minnsta kosti í tveim heilum, tími, langur eða skamm- ur. Það er ekki hægt að má út fimm daga. Á laugardagsmorguninn f ylgdi Lucia honum til Le Bourget. Þau komu snemma, gengu fram og aftur og leiddust, unga, fallega Lucia og Stefansen lektor. Allt í einu kom honum ungfrú Eide í hug og brosti: „Ef hún sæi hann núna!“ „Að hverju ertu að hlæja?“ spurði hún hvatskeytlega. „Mér datt dálítið í hug, dálítið heima í Noregi. Það eru smá- munir ...“ „Þú sendir mér líklega lands- lagskort öðm hverju ? Mig lang- ar til að sjá hvemig landið þitt er.“ „Ætlar þú þá að skrifa mér, Lucia?“ „Já, en fyrst verð ég að æfa mig í að skrifa betur. Ég get farið í nokkra tíma. Ég skrifa agalega illa. Það er svo langt síðan ég lærði það og síðan hef ég aldrei skrifað neitt, ekki eitt einasta bréf. Þegar ég skrifa nafnið mitt, er það hræðilegt hrafnaspark.“ Hátalarinn tilkynnti, að brott- farartíminn væri að koma. „Já,“ sagði hann. „Það var nú það, Lu- cia. Þakka þér fyrir allt. Ég skal aldrei gleyma þessu.“ Hann tók utan mn hana, og hún lyfti upp andlitinu og þrýsti sér að hon- um. Hún þrýsti sér fast að hon- um. „Ekki strax,“ sagði hún, „ekki strax, það er nógur tími, nógur tími. Þú hlýtur að sjá það sjálfur. Það em ekki margir farnir inn enn.“ Hann strauk henni um and- litið. „Nú verð ég víst að fara, elsku Lucia,“ sagði hann. „Verð víst að fara, verð víst að fara ...“ Hann sá að tárin rannu úr augunum, litli vasaklúturinn varð gegnvotur á svipstundu. Hún þrýsti sér fast upp að hon- um, snökti og grét. Hann heyrði að hún sagði: „Mér þykir svo vænt um þig. Nú fæ ég aldrei að sjá þig oftar, aldrei, aldrei...“ „Elsku Lucia ...“ „Ég elska þig, elska þig, og svo fæ ég aldrei að sjá þig oft- ar, aldrei, aldrei ... O, guð. Aldrei ...“ Þegar f lugvélin þaut yfir völl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.