Úrval - 01.04.1955, Page 4
2
TJRVAL
öll eigum við við erfiðar að-
stæður að búa. Ekki er einni
styrjöld fyrr lokið en við verð-
um að fara að hugsa um og
undirbúa þá næstu, sem lítur
út fyrir að verða enn hrylli-
legri. Enginn vill styrjöld. Öll
þráum við frið. Og þó er líf
okkar altekið styrjaldarhugsun.
Öll elskum við friðinn, sem er
svo brynjum klæddur, að við
megum okkur vart hræra. Engu
er líkara en við séum í grimm-
um álagaf jötrum. Við erum eins
og fólk, sem vonar, að það sé
á leið til suðurs í sólarátt, en
kemst þó að raun um, að því
miðar sífellt lengra til norðurs,
þar sem ísinn þykknar stöðugt
og myrkrið umlykur æ þéttar.
Hvernig er okkur farið? Sumir
segja, að heimurinn kalli yfir
sig styrjöld, vegna þess að mað-
urinn sé ennþá grimmur í hjarta
sínu, hann sé ennþá grimmasta
og blóðþyrstasta skepna jarð-
arinnar. Ég hygg, að hann sé
það. Engu að síður er þessi
röksemd úrelt. Nútíma styrjald-
ir, sem heil stórveldi heyja,
gefa grimmd manna í raun og
veru fá tækifæri til útrásar.
Herskáum manni, sem þörf er
á bardaga, væri meiri fróun í
því að koma af stað ryskingum
á næstu krá. Staðreyndin er sú,
að það er ekki vegna þess, hve
maðurinn er herskár, sem hann
á í styrjöldum, heldur vegna
þess, hve leiðitamur hann er.
Hann hlýðnast skipunum.
Það er ríkið, sem skipar hon-
um fyrir. Ríkið, en ekki fólkið
heyr styrjaldir. En okkur mun
verða sagt, að ríkin tjái hugi
fólksins. Gera þau það? Ekki
þegar þau hvetja til styrjald-
ar, því að okkur hefur komið
saman um, að fólk vilji yfir-
leitt frið. Hvergi í nokkru landi
hefur fólkið nokkru sinni beðið
um kjarnorkustyrjöld, sýkla-
hernaðar né aðrar skelfingar.
Álits þess hefur aldrei verið
leitað. Það eru stjórnarvöldin
en ekki fólkið, sem hleypt hafa
af stað þessari martröð. Vilja
ríkisstjórnirnar þá styrjöld?
Ef til vill ekki. En þær eru ekki
jafn eindregið andvígar styrj-
öldum og óbreyttir borgarar.
Þegar á allt er litið, eru ríkis-
stjórnirnar skipulögð stríðsleit-
un, er semur við annað stríðs-
leitandi skipulag. Ríkið byggir á
valdi og ofbeldi. Þess verður
ekki frekar krafizt af ríki, að
það hætti að byggja tilverun
sína á valdi, — að það snúi
baki við ofbeldinu — en af tígr-
isdýri, að það gerist grasbítur.
Og ríkið gerir meira en skipu-
leggja stríð, það er skipulag,
sem hættir á stríð. Innan þess
eru ráðuneyti, sem stefna að
óhjákvæmilegum árekstrum við
hliðstæð ráðuneyti annarra
ríkja. Ef flestar af þessum hern-
aðarstefnum bæru árangur,
myndi hagnaðurinn, sem af því
leiddi, ekki bæta ríkinu það fé,
sem það hefur varið til vemdar
sér. En vítiskvörnin hefur ver-
ið sett af stað og hún malar