Úrval - 01.04.1955, Side 5
MILDIR STJÓRNLEYSINGJAR
3
og malar, enda þótt áreksturinn
geti valdið tortímingu. Það er
engu líkara en margar tröll-
vaxnar dráttarvélar, setnar
skammsýnum, sauðþráum ekl-
um fari æðandi um mjóa akur-
rein. Þing og ráðstefnur, sem
ræða friðsamlega málamiðlun,
eru sí og æ umsetin valdagráð-
ugum stjórnmálaskúmum, líkt
og brunalið, sem umkringt er
olíuspúandi hvoftum.
Nú getum við skilið, hvers
vegna við fáum ekki það, sem
við viljum, hvers vegna okkur
virðist alltaf miða úrleiðis. Rík-
ið er tækið, sem skapar styrjald-
ir, vélin, sem býður sjálfkrafa
hættunum heim. Ef við ynnum
hvarvetna eljulaust að því að
draga úr mætti þessa tækis, að
því að hindra gang vélarinnar,
myndum við fjarlægjast styrj-
öldina. En í rauninni erum við
alltaf að fullkomna tækið betur
og betur og herða á gangi vél-
arinnar, gefa ríkinu meira vald,
fleygja fyrir fætur þess dýr-
mætum borgaralegum rétt-
indum, sem forfeður okkar
börðust fyrir. Og stríðið sjálft
eggjar okkur til þess með því
að flækja okkur í vítahring. Rík-
ið heimtar meira vald, til þess
að geta háð styrjöld, og upp
úr þeirri styrjöld rís það vold-
ugra en nokkru sinni fyrr, og
skuggi hinnar næstu byrgir
sjónhringinn. Þannig er því mál-
um komið: við sem hötum stríð,
erum sí og æ á barmi þess. Þetta
er hin skelfilega kaldhæðni
vorra tíma.
Ég skal viðurkenna, að þetta
er enn flóknara vegna þess, að
í heimi okkar eru alger einræðis-
ríki, þar sem þjóðin fær lítið
að vita hvað gerist annars stað-
ar og hefur engin tök á að grípa
fram fyrir hendurnar á ríkis-
stjórnum sínum. Ríkjum sem
þessum er venjulega stjórnað
af valdasjúkum stjórnmála-
görpum. Og þvílíkir menn
steypa sér af lífi og sál út í
hina alþjóðlegu valdabaráttu.
Þar fá þeir leik við sitt hæfi.
Og því grárra" sem gamanið
verður, því styttra verður bilið
milli keppinautanna. Lokaorust-
an gæti svo orðið milli tveggja
einræðiskerfa; bæði myndu nota
orð eins og „frelsi“ og „lýð-
ræði“, án þess að vita, hvað í
þeim fælist. Margir hinna há-
værustu andstæðinga kommún-
ismans — einkum í Ameríku —
eru í raun og veru ekki svo mjög
mótfallnir því, sem rangt er við
hann. Sjálfir myndu þeir fagna
síauknu valdi og harðsvíruðu
leynilögregluliði sér til handa.
Því styrkara sem ríkisvaldið
verður, því minna getum við
ráðið lífi okkar og limum og
nálgumst þess vegna óðfluga
stjórnarfarið, sem okkur er boð-
ið að fordæma.
Oft er það sagt — og marg-
ir Bandaríkjamenn finna það
fullvel — að vestrið sé að tapa
áróðursstyrjöldinni, vegna þess
að það hefur ekkert áhrifamik-