Úrval - 01.04.1955, Side 11

Úrval - 01.04.1955, Side 11
MILDIR STJÓRNLEYSINGJAR 9 ættu að vera þjónar okkar en ekki húsbændur, heimta að við lögum okkur eftir þeim. Ó- þreyjufullir heimskingjar eru farnir að segja okkur, að hið mannlegasta í manneðli okkar sé Þrándur í Götu, að við verð- um að semja okkur betur að nútíðinni. Þetta kemur mér til að íhuga seinni ástæðuna: Hvers vegna manngildinu sé hætta búin. Eins og ég gat um áðan, stafar það af hinni mjög svo öru þróun þeirra tækja, sem notuð eru til að fræða og skemmta fjöld- anum: dagblaða, kvikmynda, útvarps og sjónvarps. Þessi tæki eru þó ekki slæm af sjálfum sér — væri ég þeirrar skoðunar, myndi ég ekki nota eitt þeirra núna — en þau geta verið skað- leg vegna þess, hve gífurleg á- hrif þau hafa, einkum á ungt fólk og áhrifagjarnt, vegna þess að þau verða ekki rekin nema með miklu fjármagni og eru því ofviða fjárhag fámennra samtaka. Þau eru því nokkur hemill á fjölbreytni og nýbrigði í lifnaðarháttum, frjálsar og óháðar skoðanir, hugrekki og ævintýraskap og svifléttvængja- tak hugarflugsins. Enda þótt þeir, sem yfir þeim ráða, kunni stundum að vera góðir og gegn- ir menn, geta þau valdið miklu tjóni, af því að þau eru of stór, of hávær, of dýr, of flókin í samsetningu og of ópersónuleg. Og þegar verst lætur: þegar þau eru af ráðnum hug látin þjóna illum endi, þrúga þau hið eina og sanna manngildi undir ok múghugsunar og múgmats, leiða af sér auknar reglugerðir í félagslífi, menningu og stjórn- málum. Þau verða málsvari ein- hæfni og fjöldaframleiðslu bæði í orði og verki. Séu þau rang- lega notuð, í þágu f jármála- eða stjórnmálavalds, og nái þau föstum tökum á unglingum — eins og þau reyndar gera — hættir þeim við að skapa að- gerðarlitla og dáðlausa kynslóð. Glöggt dæmi þessarar þróun- ar má sjá í íburðarmiklum og óhóflega dýrum Hollywood kvikmyndum, sem afskræma af ráðnum hug sögu, vísindi og ævisagnir, unz sérhver einfeldn- ingur í hverjum bandarískum smábæ, getur skilið þær alveg áreynslulaust. Sömu óheillaþró- unar verður vart víða í dagblöð- um og tímaritum, sem virðast höfða til miklu lægra vitsmuna- stigs en þau áður gerðu, þrátt fyrir alla fræðsluþættina, þrátt ar verst lætur, virðist þessi nýja tegund lýðmenntunar valda eins konar drungakenndri sefjun. Hún hristir fólk ekki til, krefur það ekki um skarpa athygli, skýra gagnrýni né frjóa ímynd- un, heldur vaggar hún því í svefn. Ég segi ekki, að þetta hljóti óhjákvæmilega að fylgja fjöldafræðslunni, heldur að þessi séu nú yfirleitt áhrif henn- ar. Hér á landi má nú koma auga á þessa hryggilegu af- sjálfgun, og í Bandaríkjunum er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.