Úrval - 01.04.1955, Side 15
PSYKÓSÓMATlSK VEIKINDI
13
þegar þeim finnst sér ofaukið.
I öðru lagi getum vér um-
breytt heiminum í kringum oss
í hugarheimi vorum, og látið
þannig sem erfiðleikarnir séu
ekki til lengur. Það er geðveiki.
Þriðja úrræðið er að tortíma
hinum eiginlega eða ímyndaða
bölvaldi vorum. 1 smáum stíl
er þetta glíma milli einstakl-
inga; í stórum stíl styrjaldir
milli þjóða.
VÉR virðumst eiga margra
úrræða völ í erfiðleikum vor-
um, en í reynd notfærum vér
oss aðeins fáa þeirra. Líkamleg
átök hafa að mestu verið bann-
færð. Einnig flótti. Fáir hafa
kjark til að flýja vandamál sín.
Tiltölulega fáir, kannski einn af
þrem hundruðum, eru gæddir
næmleik fyrir geðveiki. Og þó
erum vér fæst einfær um að
ráða fram úr öllum vandamál-
um vorum. Þannig sitjum vér
uppi með óleyst vandamál og
óumflýjanleg óþægindi, sem að
sínu leyti skapa hjá oss geðs-
hræringar í mörgum myndum.
Geðshræring er einkatilfinn-
ing, sem endurspeglar afstöðu
til einhvers í umhverfinu. En
geðshræringar hafa einnig áhrif
á líkamsástand vort, eins og
þær vilji búa oss undir líkam-
leg átök við eitthvað. Svo er t.
d. þegar vér verðum hrædd; lík-
ami vor hagar sér þá eins og
vér ætluðum að leggja á flótta,
þó að slíkt hafi aldrei verið ætl-
un vor. Andardrátturinn örvast
svo að blóðinu berist meira súr-
efni, og hjartað dælir meira
blóði til vöðvanna, sem þenjast
til að vera viðbúnir baráttu eða
flótta. Og reiði, græðgi, losti,
sorg og allar aðrar geðshrær-
ingar valda öðrum viðeigandi
breytingum í líkamanum. Eða
réttara sagt: breytingarnar
væru viðeigandi, ef vér fylgd-
um hvötum vorum og breyttum
hugsunum vorum í athafnir. En
það skeður naumast oftar en
í eitt skipti af hverjum þúsund.
Þessvegna er ástand vort oftast
þannig, að líkja má við skip,
sem bundið er við bryggju, en
hefur vél og skrúfu í gangi. Þær
líkamlegu breytingar, sem
fylgja geðshræringum, valda
fyrst starfrænum truflunum, og
síðan skemmd í vefjum, ef þær
eru viðvarandi.
Þetta kemur ekki fyrir alla.
Flestum verður til björgunar
hve erfitt þeir eiga með að ein-
beita sér. Hugsanirnar reika
fram og aftur, og sem betur
fer fylgja geðshæringarnar
þeim. Stundarharmur veldur
samdrætti í meltingarfærunum,
og svo, áður en til iðrabólgu
kemur, verður nýtt gremjuefni
til þess að auka sýrumyndunina
í maganum. En áður en sýran
nær að éta sár á magann, kem-
ur nýtt fagnaðarefni til sögunn-
ar og sefar öll líffæri um stund.
Vér erum sjaldan með hugann
við nein vandamál vor nógu
lengi til þess að valda oss lík-
amlegu tjóni eða bana. En