Úrval - 01.04.1955, Síða 16
14
ÚRVAL
stundum kemur það fyrir, og þá
verður afleiðingin psykósóma-
tísk veikindi.
’C'N málið allt er miklu flókn-
ara en þetta. Geðrænar
truflanir geta leitt mann til að
skaða líkama sinn á annna hátt,
t. d. með ofáti. Feitur maður
finnur einhverja ánægju í því
að borða, sem bætir honum upp
raunverulegan eða ímyndaðan
skort á ástríki. Eða hin mikla
fyrirferð hans gefur honum
þunga til að vega á móti lítilmót-
leikatilfinningu sinni — eða létt-
vægi sínu.
Ofdrykkja er auðvitað skyld
ofáti að því leyti að hún er til-
raun til að sefa geðrót. Munur-
inn er aðeins sá, að ofát veldur
tjóni á líkamanum almennt, en
áfengið veldur einkum tjóni á
heilanum, og afleiðingarnar
verða enn frekari geðrænar
truflanir.
Sumir valda tjóni á líkama
sínum með skjótari hætti en of-
áti og ofdrykkju. Flestir kom
ast hjá því að beinbrjóta sig,
en sumir eru þeir hrakfallabálk-
ar að beinbrjóta sig sex eða átta
sinnum á ævinni. Rannsókn í
Connecticut leiddi í ljós, að að-
eins 20% ökumanna voru við-
riðnir 80% allra bílslysa í fylk-
inu. Orsakirnar má rekja til
geðrænna truflana.
ETTA er enganveginn tæm-
andi listi yfir það á hve
margvíslegan hátt hugarástand
getur haft áhrif á líkamann.
Sumir menn hafa, með æfingu
og hæfileikum, náð furðulegri
leikni í að hafa áhrif á líkama
sinn með huganum. Afrek ind-
verskra yoga, t. d., verðskulda
meiri athygli en þeim hefur ver-
ið sýnd. Til eru áreiðanlegar
heimildir um menn, sem hafa
gert líkama sinn ónæman fyrir
sársauka, hægt á hjartslætti
sínum svo að nærri lá stöðvun,
og komizt í ástand sem nálgað-
ist stöðnun lífs.
Sum afrek yoga er hægt að
leika eftir í dáleiðsluástandi, og
nokkur með einfaldri æfingu.
Sum má greina sem ósjálfráð
viðbrögð móðursýkissjúklinga
(hysterics). Þesskonar fólk get-
ur holdgert hugmyndir sínar, ef
svo mætti segja. Ef móðursýkis-
sjúklingur trúir því, að hand-
leggur hans sé lamaður, verður
honum að trú sinni. Þessháttar
hugmyndir grípa oft slíkt fólk
og sjúga sig fastar en hrúður-
karl á stein. Móðursýki er sjúk-
dómur, sem einkum sækir á ó-
upplýst fólk og fákunnandi. Þeir
sem beturvita, eru ómóttækilegir
fyrir þá trú, að limir þeirra séu
lamaðir, vegna þekkingar, sem
segir þeim, að slíkt geti ekki
átt sér stað nema um sé að ræða
einhvern sjúkdóm í heila eða
limunum sjálfum.
Móðursýki gerir einkum vart
við sig í vöðvum sem stjórna
limum og beinum. En hug-
myndir um líkamann hafa einn-
ig áhrif á innri líffæri hans. Sem