Úrval - 01.04.1955, Síða 22

Úrval - 01.04.1955, Síða 22
20 ÚRVAL ens. Tekjur af bókunum streymdu að. Jules keypti lysti- snekkju, þá stærstu sem hann gat fengið. Hann reisti hús með turni, sem í var eitt herbergi, er líktist skipstjóraklefa. Þar sat hann, umkringdur landa- bréfum og bókum, síðustu 40 ár ævinnar. Kunnust af öllum bókum Ver- nes er líklega Umhverfis jörðina á 80 dögum. Hún kom neðan- máls í Parísarblaðinu Le Temps. Lesendur fylgdust af svo mikl- um áhuga með ferðalagi sögu- hetjunnar, Phileas Pogg, sem háði kapphlaup sitt við tímann, að fréttamenn blaða í New York og London símsendu daglega fréttir af ferðum Foggs. Fólk veðjaði um það hvort hann næði til London nógu snemma til að vinna veðmálið. Verne hafði gott lag á að halda eftirvæntingunni vakandi: sögu- hetja hans bjargaði indverskri ekkju frá því að vera kastað á bálið með líki eiginmanns síns, varð ástfanginn af henni og tafðist næstum óbætanlega hennar vegna; á leiðinni yfir sléttur Norðurameríku varð hann fyrir árás Rauðskinna, og kom til New York nógu snemma til að sjá á eftir skipi því, sem hann hafði ætlað með til Lon- don. Öll skipafélögin, sem ráku siglingar yfir Atlantshaf, buðu Verne stórfé, ef hann vildi setja Phileas Fogg um borð í skip þeirra. En Verne hafnaði öllum gylliboðumoglét söguhetju sína leigja sér skip. Það varð elds- neytislaust í miðju hafi og skip- verjar brutu alla yfirbyggingu þess til eldsneytis. Stundaglasið var að renna út og lesendur biðu með öndina í hálsinum. En auð- vitað komst Fogg í tæka tíð. Bókinni lýkur með þessum orð- um: ,,Á 57. sekúndunni opnaðist hurðin að dagstofunni og áður en pendúll klukkunnar hafði markað 60. sekúnduna, birtist Phileas Fogg og sagði með hinni rólegu rödd sinni: „Hér er ég, herrar mínir“.“ Þetta var árið 1872. Sautján árum seinpa réði New York blað fréttakonu að nafni Nelly Bly til að hrinda meti Foggs, — hún fór umhverfis jörðina á 72 dög- um. Seinna, eftir að Síberíujárn- brautin hafði verið opnuð, fór Frakki umhverfis jörðina á 43 dögum. 1 bókinni 60.000 mílur neðan- sjávar lýsir Verne kafbátnum Nautilus, sem ekki var aðeins með tvöfaldan skrokk og knú- inn rafmagni, heldur gat það, sem tveim brezkum vísinda- mönnum hefur nú nýlega tekizt með tilraunum — framleitt rafmagn úr sjónum. Kafbátur Vernes gat líka það, sem hinn atómknúði Nautilus Banda- ríkjaflota getur nú fyrstur raunverulegra kafbáta — verið ótakmarkaðan tíma í kafi. Sú bók Vernes, sem mestrar framsýni gætir í, en sem jafn- framt mun vera minnst lesin,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar: 2. hefti (01.04.1955)
https://timarit.is/issue/432012

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. hefti (01.04.1955)

Gongd: