Úrval - 01.04.1955, Síða 22
20
ÚRVAL
ens. Tekjur af bókunum
streymdu að. Jules keypti lysti-
snekkju, þá stærstu sem hann
gat fengið. Hann reisti hús með
turni, sem í var eitt herbergi,
er líktist skipstjóraklefa. Þar
sat hann, umkringdur landa-
bréfum og bókum, síðustu 40
ár ævinnar.
Kunnust af öllum bókum Ver-
nes er líklega Umhverfis jörðina
á 80 dögum. Hún kom neðan-
máls í Parísarblaðinu Le Temps.
Lesendur fylgdust af svo mikl-
um áhuga með ferðalagi sögu-
hetjunnar, Phileas Pogg, sem
háði kapphlaup sitt við tímann,
að fréttamenn blaða í New York
og London símsendu daglega
fréttir af ferðum Foggs.
Fólk veðjaði um það hvort
hann næði til London nógu
snemma til að vinna veðmálið.
Verne hafði gott lag á að halda
eftirvæntingunni vakandi: sögu-
hetja hans bjargaði indverskri
ekkju frá því að vera kastað á
bálið með líki eiginmanns síns,
varð ástfanginn af henni og
tafðist næstum óbætanlega
hennar vegna; á leiðinni yfir
sléttur Norðurameríku varð
hann fyrir árás Rauðskinna, og
kom til New York nógu snemma
til að sjá á eftir skipi því, sem
hann hafði ætlað með til Lon-
don.
Öll skipafélögin, sem ráku
siglingar yfir Atlantshaf, buðu
Verne stórfé, ef hann vildi setja
Phileas Fogg um borð í skip
þeirra. En Verne hafnaði öllum
gylliboðumoglét söguhetju sína
leigja sér skip. Það varð elds-
neytislaust í miðju hafi og skip-
verjar brutu alla yfirbyggingu
þess til eldsneytis. Stundaglasið
var að renna út og lesendur biðu
með öndina í hálsinum. En auð-
vitað komst Fogg í tæka tíð.
Bókinni lýkur með þessum orð-
um: ,,Á 57. sekúndunni opnaðist
hurðin að dagstofunni og áður
en pendúll klukkunnar hafði
markað 60. sekúnduna, birtist
Phileas Fogg og sagði með hinni
rólegu rödd sinni: „Hér er ég,
herrar mínir“.“
Þetta var árið 1872. Sautján
árum seinpa réði New York blað
fréttakonu að nafni Nelly Bly
til að hrinda meti Foggs, — hún
fór umhverfis jörðina á 72 dög-
um. Seinna, eftir að Síberíujárn-
brautin hafði verið opnuð, fór
Frakki umhverfis jörðina á 43
dögum.
1 bókinni 60.000 mílur neðan-
sjávar lýsir Verne kafbátnum
Nautilus, sem ekki var aðeins
með tvöfaldan skrokk og knú-
inn rafmagni, heldur gat það,
sem tveim brezkum vísinda-
mönnum hefur nú nýlega tekizt
með tilraunum — framleitt
rafmagn úr sjónum. Kafbátur
Vernes gat líka það, sem hinn
atómknúði Nautilus Banda-
ríkjaflota getur nú fyrstur
raunverulegra kafbáta — verið
ótakmarkaðan tíma í kafi.
Sú bók Vernes, sem mestrar
framsýni gætir í, en sem jafn-
framt mun vera minnst lesin,