Úrval - 01.04.1955, Síða 41
BARDO THÖDOL
39
án þess að geta gefið á því
nokkra skýringu.
Það er árangurinn af starfi
þessara lama, sem getur að
líta í Bardo Thödol. Textinn er
lesinn fyrir deyjandi mann eða
nýdáinn og gerir það lama,
helzt guru (andlegur leiðtogi)
hins látna. Hann er klæddur
skrúða sínum og heldur í hægri
hendi á dorje (leiftursprota)
og í þeirri vinstri á dilbu
(klukku). Laminn fullyrðir, að
tengslin milli sálar og líkama
rofni ekki skyndilega við til-
komu dauðans, heldur smám
saman, þannig að sál hins látna
geti heyrt og skilið með dán-
um líkama sínum.
Strax eftir dauðann fær sál-
in að sjá í leiftursýn hinn æðsta
veruleika í formi litlauss ljós-
hafs. Þetta ástand nefnist
dharma-'kaye (hinn eilífi vís-
dómur). Sú sál, sem megnar að
sjá í þessu ljóshafi hinn æðsta
veruleika, hefur lokið lífsferð
sinni og öðlast nirvana.
Laminn les svo fyrir hinn
látna fyrsta kaflann, tschikhai-
bardo (millibilsástand á dauða-
stundinni), sem hvetur hann til
að skilja, að hann sé dáinn og
eigi nú að átta sig á nýju sviði
(þar sem allir hlutir eru eins og
tómur, heiður himinn og nakin
greindin eins og gagnsætt tóm
án ummáls og miðdepils).
Mestu varðar að hinn látni
þekki sitt eigið sjálf og haldi
fast við það.
Ef honum tekst þetta ekki,
kemst allt á ringulreið. Sá
stundlegleiki, sem hinn látni
getur ekki slitið sig frá, rekst
á við eilífðina, skapar ringul-
reið og þrýstir honum niður í
myrkur bardos, þar sem hann
verður leiksoppur hverskonar
tálsjóna. Góðviljaðir og fjand-
samlegir guðir togast á um
hann, og verða hinir fyrrnefndu
smám saman að þoka fyrir hin-
um síðarnefndu, sem dansa í
kringum hinn látna með schakti
sitt (kventákn), umkringdir
trylltum stökkvandi galdra-
mönnum með ófreskjuhöfuð.
Þetta ástand, sem lýst er í
öðrum kafla, tschönyid-bardo
(millibilsástand þegar veruleik-
inn er skynjaður), lýstur hinn
látna skelfingu, af því að fyrir
hann eru þessar sýnir veru-
leiki. Fræðslan er því hér fólg-
in í því að sýna hinum látna
hvernig hann geti öðlast skiln-
ing og losað sig þannig undan
valdi hinna óttalegu sýna. Þessi
fræðsla er ítarleg og tekur
langan tíma, því að hinn látni
hrapar skref fyrir skref niður
í æ lægra vitundarástand í hinu
dularfulla stjörnuljósi, sem
gegnsýrir sálnaheiminn, og
hverju skrefi aftur á bak fylg-
ir tímabundinn missir meðvit-
undar.
Lamarnir líkja þessari aftur-
för við bolta, sem kastað er til
jarðar og látinn hoppa; hvert
hopp er lægra en næsta hopp
á undan unz boltinn liggur að
lokum kyrr. Þegar sálin er kom-