Úrval - 01.04.1955, Síða 41

Úrval - 01.04.1955, Síða 41
BARDO THÖDOL 39 án þess að geta gefið á því nokkra skýringu. Það er árangurinn af starfi þessara lama, sem getur að líta í Bardo Thödol. Textinn er lesinn fyrir deyjandi mann eða nýdáinn og gerir það lama, helzt guru (andlegur leiðtogi) hins látna. Hann er klæddur skrúða sínum og heldur í hægri hendi á dorje (leiftursprota) og í þeirri vinstri á dilbu (klukku). Laminn fullyrðir, að tengslin milli sálar og líkama rofni ekki skyndilega við til- komu dauðans, heldur smám saman, þannig að sál hins látna geti heyrt og skilið með dán- um líkama sínum. Strax eftir dauðann fær sál- in að sjá í leiftursýn hinn æðsta veruleika í formi litlauss ljós- hafs. Þetta ástand nefnist dharma-'kaye (hinn eilífi vís- dómur). Sú sál, sem megnar að sjá í þessu ljóshafi hinn æðsta veruleika, hefur lokið lífsferð sinni og öðlast nirvana. Laminn les svo fyrir hinn látna fyrsta kaflann, tschikhai- bardo (millibilsástand á dauða- stundinni), sem hvetur hann til að skilja, að hann sé dáinn og eigi nú að átta sig á nýju sviði (þar sem allir hlutir eru eins og tómur, heiður himinn og nakin greindin eins og gagnsætt tóm án ummáls og miðdepils). Mestu varðar að hinn látni þekki sitt eigið sjálf og haldi fast við það. Ef honum tekst þetta ekki, kemst allt á ringulreið. Sá stundlegleiki, sem hinn látni getur ekki slitið sig frá, rekst á við eilífðina, skapar ringul- reið og þrýstir honum niður í myrkur bardos, þar sem hann verður leiksoppur hverskonar tálsjóna. Góðviljaðir og fjand- samlegir guðir togast á um hann, og verða hinir fyrrnefndu smám saman að þoka fyrir hin- um síðarnefndu, sem dansa í kringum hinn látna með schakti sitt (kventákn), umkringdir trylltum stökkvandi galdra- mönnum með ófreskjuhöfuð. Þetta ástand, sem lýst er í öðrum kafla, tschönyid-bardo (millibilsástand þegar veruleik- inn er skynjaður), lýstur hinn látna skelfingu, af því að fyrir hann eru þessar sýnir veru- leiki. Fræðslan er því hér fólg- in í því að sýna hinum látna hvernig hann geti öðlast skiln- ing og losað sig þannig undan valdi hinna óttalegu sýna. Þessi fræðsla er ítarleg og tekur langan tíma, því að hinn látni hrapar skref fyrir skref niður í æ lægra vitundarástand í hinu dularfulla stjörnuljósi, sem gegnsýrir sálnaheiminn, og hverju skrefi aftur á bak fylg- ir tímabundinn missir meðvit- undar. Lamarnir líkja þessari aftur- för við bolta, sem kastað er til jarðar og látinn hoppa; hvert hopp er lægra en næsta hopp á undan unz boltinn liggur að lokum kyrr. Þegar sálin er kom-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.