Úrval - 01.04.1955, Page 45
HVARF DANSKA SKÓLASKIPSINS KÖBENHAVN
43
fleiri foreldra þetta kvöld er að
ganga úr skugga um, hvort jurt-
ín hefur borið blað sitt. Þau eru
sannfærð um, að meðan jurtin
ber blað séu synir þeirra enn á
lífi. Feðurnir eru búnir að missa
alla von, en mæðurnar lifa enn
í voninni og þær munu halda
áfram að vona meðan ekki fæst
nein vissa um örlög hinna 45
ungmenna . . .
SKÓLASKIP Austurasíufé-
lagsins, hin fimmsiglda
skonnorta Köbenhavn, sem var
5000 rúmlestir að stærð, sigldi
frá Danmörku 21. september
1928 með 4300 lestir af cementi
og krít. Eftir 43 sólarhringa
viðburðaiitla ferð kom það til
Buenos Aires og lá þar fram í
desember meðan útgerðarfélag-
ið reyndi að fá farm til Ástra-
líu en þangað var ferðinni heit-
ið. En það tókst ekki og 10. des.
fékk skipstjóri Köbenhavn skip-
un um að taka nauðsynlega
kjölfestu og leggja af stað hið
fyrsta til Astralíu. 1 kjölfestu
voru teknar 1245 lestir af vatni
og 686 lestir af sandi.
Hinn 14. des. var kastað land-
festum, og undii fuilum seglum
sigldi hið stolta skip hátignar-
lega út Rio de la Plata með 60
manns innanborðs: skipstjóra,
fimm stýrimenn og var einn
þeirra jafnframt loftskeytamað-
ur, trésmið, seglagerðarmann,
tvo vélstjóra, vélgæzlumann,