Úrval - 01.04.1955, Side 50
48
ÚRVAL
fór það framhjá eynni 21. jan-
úar í dimmviðri og sléttum
sjó meðan verið var að skipta
um segl, sem hefði átt að sjást
úr landi. Skipið, sem trúboðinn
og aðrir eyjarskeggjar sáu fara
hjá í stormi, var fimmsiglt, en
Ponape var aðeins með fjórar
siglur, og ekki hafði sést neitt
lífsmark um borð. Það er því
hugsanlegt, að eyjarskeggjar
hafi vegna dimmviðris alls ekki
séð Ponape, en aftur á móti
Köbenhavn daginn fyrir eða eft-
ir 21. janúar.
Ef svo hefur verið, hvað
hefur þá orðið um skipið? Hef-
ur það sokkið við eyna, eða
rekið áfram? Hefur það snúið
við vegna veikinda um borð og
leitað aftur til Suðurameríku,
af því að enginn læknir var
um borð? Þessum spurningum
verður aldrei svarað. Reikna
verður með geysilegum vega-
lengdum og strandlengjum sem
ógerlegt er að rannsaka metra
fyrir metra. Milli Nýja Sjálands
og heimsskautsíssins eru ó-
byggðar eyjar. Og á Suður-
heimsskautslandinu er íslaust
land víða á svæðinu suður af
Ástralíu og suðurodda Ameríku
og þar á milli. Ef skipið hefur
snúið við, verður að reikna með
hinni klettóttu strönd Pata-
góníu og skerjagarði Eldlands-
eyja. Einmitt þar lá einu sinni
15.000 smál. skip strandað í
fimm ár áður en það fannst af
einskærri tilviljun.
Ef til vill finnst einhvern-
tíma á þessum ströndum eitt-
hvað, sem fært getur aðstand-
endum hinna horfnu ungmenna
vissu. Sorglega vissu að vísu —
en þó það sem þeir hafa þráð og
vonað, eftir að vonin um að
finna þá lifandi dó.
d d ö
NÝI KJÖLLINN BRÚÐARINNAR.
Sænskt flugfélag ætlaði að halda sýningu á brúðarkjólum á
kaupstefnu í Vestur-Berlín og leitaði til ýmissa landa til að fá
kjóla. Prá Nairobi i Kenya kom pakki flugleiðis og stóð utan á
honum: „Brúðarkjóll eins og þeir eru notaðir hér á landi.“
Þegar kassinn var opnaður, kom I ljós, að hann var tómurT
— Des Moines Tribune.
★
Þegar maður hefur hlustað á tvö vitni að bílsiysi segja frá
málsatvikum, vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvort yfirleitt
sé nokkurt mark takandi á mannkynssögunni.
— Bertrand Russel.