Úrval - 01.04.1955, Page 51
„Kg' hef engan til að tala við nm hjartansmál
mín. Engan sem skilur mig og getur gefið
mér ráð. Og þó er ástarkenndin ef til vill
fegursta og unaðslegasta gjöf, sem
okkur mönnunum hefur hlotnazt.“
Akall ungrar stúlku.
Úr
FYRIR aðeins tveim árum var
allt svo einfalt og mér var
með öllu óskiljanlegt hvers-
vegna öll þessu ósköp voru skrif-
uð um kynferðismál. Ég var
fimmtán ára þá. Hafði tvisvar
verið kysst og vissi hvernig
börnin komu í heiminn. Það vissi
ég raunar þegar ég var sex ára,
svo að nýjabrumið af þeirri
sögu er farið af fyrir löngu. Það
finnst okkur raunar öllum,
skólasystkinunum, og því er
ekkert undarlegt þó að við
geispum þegar náttúrufræði-
kennarinn er að skýra fyrir
okkur þessi feimnismál. Það
getur verið, að börnin í fyrstu
bekkjum barnaskólans hafi
gaman af slíku. Viö þráum
að eignast trúnað einhvers
reynds, fullorðins manns, sem
getur gefið okkur persónuleg
ráð og svör við mörgum spurn-
ingum um tilfinningahlið ástar-
lífsins. Við þráum mannleika.
Þessar skematísku myndir og
sérfræðingalínurit eru allt ann-
að en mannleg, og tæpast lætur
nokkur sér til hugar koma, að
slíkt og þvílíkt geti hjálpað
manni til að skilja það sem
gerist innra með manni þegar
piltur, sem maður er ástfanginn
af, þrýstir rnanni fast að sér
og kyssir mann og maður
óskar þess að hann hætti aldrei.
Þó að innst inni viti maður, að
hann verði að hætta. Maður skil-
ur ekki hversvegna. Manni
finnst einmitt þá allt svo nátt-
úrlegt og rétt . . . Það er þá,
sem hin þaulhugsuðu ráð sér-
fræðinganna bregðast.
Já, málum er raunverulega
þannig komið: kynferðismálin
eru orðin mér vandamál, síðan
ég fór að vera með Bertil.
Fyrir aðeins hálfu ári hafði
ég engar áhyggjur af slíku. Þá
var ég bara með strákadellu
svona almennt. Það var sjaldan
sem ég leit á hina mörgu kunn-
ingjastráka mína sem menn.
Strákar voru bara til þess að
fara með í bíó og dansa við, og
ég lofaði þeim alltaf að kyssa
mig að skilnaði við dyrnar
heima, mest upp á grín.
En nú er þetta allt breytt;
ég er ekki lengur „skotin“ í
nýjum strák í hverri viku. Ég