Úrval - 01.04.1955, Side 52

Úrval - 01.04.1955, Side 52
50 ÚRVAL elska Bertil af öllu hjarta og meira en það: ég vil laga mig eftir óskum hans og skoðunum, á sama hátt og hann vill gera mér allt til hæfis. Mér finnst ég vera fullorðin síðan ég uppgötv- aði, að ég hugsa ekki lengur fyrst um sjálfa mig, að önnur manneskja er mér ofar í huga. Ég vil gera hann hamingju- saman, já — en í stað þess er ég knúin til þess aftur og aft- ur að gera bæði honum og mér illt. Bertil er nítján ára, ég sautján; við erum bæði nægi- lega þroskuð til að njóta ástar, við erum ung, ástfangin og lík- amir okkar þrá meira en nokk- uð annað að vera hvor öðrum allt. En öll hin ágæta fræðsla í kynferðismálum, sem við höf- um fengið, er okkur Þrándur í Götu; hún hefur innprentað okkur rækilega, hve varasöm náin kynmök fyrir hjónabandið geta verið og hve miklum erfið- leikum þau geta valdið. Við vilj- um, við getum — en við þorum ekki, af því að við erum dauð- hrædd um að illa fari. Oft hef ég óskað þess, að við vissum ekki meira um kynlífið en til- finningar okkar og líkamir segja okkur; að við værum tvö ástfangin dýr . . . Eins og til dæmis í gærkvöldi: Ég hafði farið heim til Bertils til að sækja tvær bækur, sem hann hafði ráðlagt mér að lesa. Foreldrar hans voru í bíó og ég sat á rúminu í herberginu hans og fannst unaðslegt að vera ein með honum. Fyrst röbbuðum við saman. Svo fór- um við að smákíta, og þá viss- um við hvað brátt mundi koma: leikurinn, hinn ljúfsári, hættu- legi leikur, sem við erum með ómótstæðulegu afli knúin til að taka upp í hvert skipti sem við erum ein saman . . . Og svo lékum við leikinn þangað til allur líkami okkar var yfirflotinn heitri, þungri þrá eftir að gefa og taka og fá lausn. Leikurinn hélt áfram þangað til ég — eins og venju- lega herptist saman í vörn undir ofurvaldi skynseminnar og heyrði hvella rödd mína segja: „Nei, nei, ekki þetta — Bertil, góði — ekki þetta . . .“ Þá náði skynsemin einnig tök- um á honum og leiknum var lok- ið. Kær leikur — en ekki kær- leikur. Ekki fyrir okkur, sem er- um ung. Bertil kastaði sér á bakið við hlið mér. Hann horfði stjörfum augum upp í loftið og það mátti lesa örvæntingu í þeim. „Þetta gerir mig brjálaðan áð- ur en lýkur,“ sagði hann. ,,Ég verð vitlaus, ég spring! Af hverju þarf þetta að vera svona — svona óeðlilegt. Hvern f jand- ann eigum við að gera?“ Hann spratt upp, svo snöggt að ég varð hrædd, og tók að ganga um gólf. Ég sagði ekk- ert. Hvað gat ég sagt? Ég reis bara upp, þrýsti honum fast að mér og sagði: „Jæja, elskan, nú verð ég að fara.“ Þá þrýsti hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.