Úrval - 01.04.1955, Side 52
50
ÚRVAL
elska Bertil af öllu hjarta og
meira en það: ég vil laga mig
eftir óskum hans og skoðunum,
á sama hátt og hann vill gera
mér allt til hæfis. Mér finnst ég
vera fullorðin síðan ég uppgötv-
aði, að ég hugsa ekki lengur
fyrst um sjálfa mig, að önnur
manneskja er mér ofar í huga.
Ég vil gera hann hamingju-
saman, já — en í stað þess er
ég knúin til þess aftur og aft-
ur að gera bæði honum og mér
illt. Bertil er nítján ára, ég
sautján; við erum bæði nægi-
lega þroskuð til að njóta ástar,
við erum ung, ástfangin og lík-
amir okkar þrá meira en nokk-
uð annað að vera hvor öðrum
allt. En öll hin ágæta fræðsla
í kynferðismálum, sem við höf-
um fengið, er okkur Þrándur í
Götu; hún hefur innprentað
okkur rækilega, hve varasöm
náin kynmök fyrir hjónabandið
geta verið og hve miklum erfið-
leikum þau geta valdið. Við vilj-
um, við getum — en við þorum
ekki, af því að við erum dauð-
hrædd um að illa fari. Oft hef
ég óskað þess, að við vissum
ekki meira um kynlífið en til-
finningar okkar og líkamir
segja okkur; að við værum tvö
ástfangin dýr . . . Eins og til
dæmis í gærkvöldi:
Ég hafði farið heim til Bertils
til að sækja tvær bækur, sem
hann hafði ráðlagt mér að lesa.
Foreldrar hans voru í bíó og
ég sat á rúminu í herberginu
hans og fannst unaðslegt að
vera ein með honum. Fyrst
röbbuðum við saman. Svo fór-
um við að smákíta, og þá viss-
um við hvað brátt mundi koma:
leikurinn, hinn ljúfsári, hættu-
legi leikur, sem við erum með
ómótstæðulegu afli knúin til að
taka upp í hvert skipti sem við
erum ein saman . . .
Og svo lékum við leikinn
þangað til allur líkami okkar
var yfirflotinn heitri, þungri þrá
eftir að gefa og taka og fá
lausn. Leikurinn hélt áfram
þangað til ég — eins og venju-
lega herptist saman í vörn undir
ofurvaldi skynseminnar og
heyrði hvella rödd mína segja:
„Nei, nei, ekki þetta — Bertil,
góði — ekki þetta . . .“
Þá náði skynsemin einnig tök-
um á honum og leiknum var lok-
ið. Kær leikur — en ekki kær-
leikur. Ekki fyrir okkur, sem er-
um ung.
Bertil kastaði sér á bakið við
hlið mér. Hann horfði stjörfum
augum upp í loftið og það mátti
lesa örvæntingu í þeim.
„Þetta gerir mig brjálaðan áð-
ur en lýkur,“ sagði hann. ,,Ég
verð vitlaus, ég spring! Af
hverju þarf þetta að vera svona
— svona óeðlilegt. Hvern f jand-
ann eigum við að gera?“
Hann spratt upp, svo snöggt
að ég varð hrædd, og tók að
ganga um gólf. Ég sagði ekk-
ert. Hvað gat ég sagt? Ég reis
bara upp, þrýsti honum fast að
mér og sagði: „Jæja, elskan, nú
verð ég að fara.“ Þá þrýsti hann