Úrval - 01.04.1955, Qupperneq 57
I STUTTU MÁLI
55
neyzluvörur sínar — kartöflur,
kál, baunir, kanínur, hænsni o.
s. frv. Þetta, ásamt félagsbót-
unum, nægir þó ekki alltaf til
að framfleyta fjölskyldunni og
þessvegna hefur margt af þessu
fólki einhverja aukavinnu eða
stundar vöruskiptaverzlun. Fólk
þetta hefur sem sagt nóg fyrir
stafni og er alls ekki latt. Og
samt hefur það snökkt um minni
tekjur en þeir sem stunda reglu-
bundna vinnu; mundi margt af
þessu fólki þó án efa geta feng-
ið slíka vinnu; en það vill mikið
á sig leggja til að losna við að
binda sig við fasta vinnu.
Neuendorfer prófessor hefur
komizt að raun um, að meiri-
hluti þessa fólks er fús til að
fórna næstum hverju sem er til
þess að varðveita eitthvað af
persónulegu frelsi sínu. Þetta
fólk hefur flúið aga og fábreyti-
leik verksmiðiuvinnunnar og
það vill ekki fá yfir sig hús-
bændur aftur. Margir hafa á
stríðsárunum lært að bjargast
við hin frumstæðustu skilyrði,
án þæginda og við lélegt við-
urværi. Neyðarástand í hús-
næðismálum, óregluleg vinna,
og öryggisleysi í öflun matvæla
á fyrstu árunum eftir styrjöld-
ina vandi þetta fólk á að
sætta sig við lítinn kost. Nú
gæti flest af þessu fólki fengið
fleiri þægindi og meiri peninga,
ef það vildi lúta að nýju valdi
atvinnurekenda og reglubund-
innar vinnu, en í augum þess
er slíkt líf ekki lengur eftir-
sóknarvert. Það er þreytt á
þeim aga, sem þjóðfélagið legg-
ur þegnunum á herðar og kýs
heldur frjálsræði við fátækt og
þægindaleysi. Og þetta eru ekki
eins og fyrr á tímum fáeinar
undantekningar: flækingar og
landshornalýður, heldur milljón-
ir þjóðfélagsþegna, sem raun-
verulega hafa fundið sér nýja
lifnaðarhætti — í útjaðri þjóð-
félagsins, utan endimarka hins
reglubundna vinnumarkaðs. Það
ber vitni framsýni og mannúð
Neuendorfers prófessors og
samstarfsmanna hans, að þeir
telja, að þessir lifnaðarhættir
eigi rétt á sér, þegar um er að
ræða fólk, sem ekki getur leng-
ur unað lífinu við aga og fá-
breytileik reglubundinnar vinnu.
— Magasinet.
Demantar búnir til.
Þegar sönnur höfðu fengizt
á því, að demantar væru ekki
annað en hreint kolefni í sér-
stöku ástandi, voru þegar á 19.
öld gerðar nokkrar tilraunir til
að búa til demanta. Frakkinn
Cagniard de la Tour taldi, að
sér hefði tekizt þetta, en menn
voru mjög vantrúaðir á fullyrð-
ingar hans. Þetta var árið 1828.
Fullyrðing í sömu átt kom næst
frá manni að nafni J. B. Hannay
árið 1880. Hann starfaði í Glas-
gow. Með tilraunum sínum tókst
honum að framleiða þrýsting og
hita sambærilegt við það sem
er í jörðinni þegar demantar