Úrval - 01.04.1955, Page 61
59
Ótrúlegt — en satt!
Úr „Det Hele“.
Amerísk verksmiðja, sem
framleiðir sjálfblekunga, fékk
fyrir nokkru pöntun á 2000 hett-
um á sjálfblekunga. Kaupand-
inn var indversk verzlun. Þetta
þótti þeim amerísku undarleg
pöntun og sendu skeyti til að
spyrja hvort ekki væri um mis-
ritun að ræða. ítrekun á pönt-
uninni barst í svarskeyti og
fylgdi með þessi skýring: ,,1
Indlandi er það talið fínt að
ganga með sjálfblekung í vasan-
um. En margir hafa ekki ráð
á að kaupa heilan penna og láta
sér nægja hettuna . .
#
Maður nokkur var að aka bil
1 Buenos Aires, þegar á móti
honum kom annar bíll. Við stýr-
ið sat kvenmaður, og er ekki
að orðlengja það, að árekstur
varð á milli bílanna, með þeim
afleiðingum, að bíll mannsins
begldist illa að framan. Því verð-
ur ekki neitað, að konan átti
aðalsökina á árekstrinum, enda
rauk maðurinn fokreiður út úr
bílnum. En þá kom í ljós, að
konan var fyrrverandi eiginkona
hans, sem hann hafði skilið við
fyrir röskum tuttugu árum og
ekki séð öll þessi ár. Bæði urðu
undrandi, sem vonlegt var, og
ekki varð undrun þeirra minni
þegar það rifjaðist upp fyrir
þeim að þetta var brúðkaups-
dagurinn þeirra.
#
1 fyrri heimsstyrjöldinni at-
vikaðist það svo, að lítið þorp
í nánd við Somme í Frakklandi
var um skeið í höndum bæði
Frakka og Þjóðverja — sinn
helmingurinn í höndum hvors.
Þorpsbúar reyndu eftir mætti að
haga lífi sínu eins og áður, og
það var því algeng sión, að sjá
borgaralega klætt fólk fara yfir
víglínuna í þorpinu. Meðal
þeirra, sem daglega fóru á milli,
var bóndakona, sem hafði með-
ferðis brauð, smiör, egg o. fl.
í körfu handa bróður sínum, er
bjó í þeim hlutanum, sem var á
valdi Þjóðverja. Franskur varð-
maður tók eitt sinn eitt egg úr
körfunni hjá henni og af ein-
hverri rælni braut hann skurn-
ið utan af því. Eggið var harð-
soðið, en á hvítunni sá varðmað-
urinn örlitla brúna bókstafi og
tákn. Á þennan hátt komst upp
um snjalla njósnaraðferð, sem
Þjóðverjar notuðu. Þeir höfðu
uppgötvað, að ef skrifað er með
ediki utan á eggjaskurn, lætur
það eftir sig brún merki á eggja-
hvítunni eftir að eggið er soðið.
Utan á skurninni sést ekkert,
en edikssýran smýgur gegnum
hin hárfínu göt á skurninu. —
Njósnaraðferð þessi var einnig
notuð í síðari heimsstyrjöldinni.
#