Úrval - 01.04.1955, Síða 66
64
ÚRVAL
vélina — sér til hjálpar þegar
liann ætlar að finna orsök til-
tekins sjónhverfingafyrirbrigð-
is. Allir þekkja sjálfsagt af eig-
in reynslu hvernig ljósir hlut-
ar þess sem maður virðir fyrir
sér hafa tilhneigingu til að
breiða úr sér á kostnað hinna
dökku hluta. Haldið t. d. blý-
anti móti glugganum: hann sýn-
ist þá mjórri en ella. Orsökin
er talin ófullkomleiki augans.
Augað, segja menn, markar
aldrei fyllilega skarpa mynd á
nethimnuna. Ljósgeisli kemur
ekki fram á henni sem depill,
heldur sem blettur — bjart-
astur í miðjunni. Á sama hátt
og t. d. ljósmynd af björtum
glugga, sem tekinn er á lélega
ljósmyndavél, verður með
geislabaug í kringum gluggann.
Grikkir tóku tillit til þessa
sérkennis þegar þeir byggðu
hin fullkomu musteri sín. Yztu
súlurnar til beggja handa, sem
bera við bjartan himininn,
höfðu þeir örlítið gildari til
þess að þær sýndust jafngild-
ar hinum súlunum, sem bar við
dökkan bakgrunn. Menn taka
einnig tillit til þessa fyrirbrigð-
is nú til dags: grannir menn
klæða sig — eða ættu að klæða
sig — í ljós föt, ef þeir vilja
leyna því hve grannir þeir eru,
og gildvaxnir menn klæðast
svörtu til þess að þeir sýnist
grennri (eins og blýanturinn!)
Sama regla mætti gilda um
kvensokka. Og skyldi hún ekki
einnig vera orsök þess, að karl-
menn notuðu einkum hvíta eða
ljósa sokka á þeim tíma þegar
tízka var að ganga í knébux-
um? Af sömu ástæðu eru flest-
ar pakkavörur pakkaðar í ljós-
ar umbúðir — pakkinn sýnist
þá stærri en ella.
Annar flokkur sjónhverfinga
byggist á tilhneigingu augans
til að ofmeta stærð hvassra
horna. Hin svonefnda Zöllners-
mynd sýnir þetta greinilega.
Það er næstum ómögulegt að
fá löngu skálínurnar til að sýn-
ast samsíða, svo mikil áhrif
hafa stuttu þverstrikin með hin-