Úrval - 01.04.1955, Page 73
DRAUMURINN UM LANGT LÍF
sem eru nauðsynlegar frumun-
um til lífs, eða hvort hann staf-
ar af því, að skaðleg efni safn-
ast fyrir í frumunum, er enn
ekki unnt að svara.
Það er alkunna, að menn eld-
ast mjög misjafnt. Sumir eld-
ast snemma, en aðrir halda
æskuútliti sínu langt fram eftir
aldri. Auk aldurs, sem miðast
við tímatal, er einnig hægt að
tala um svokallaðan líffrœ’ðileg-
an aldur, sem segir til um líkam-
legt og andlegt ástand manns-
ins. Orsakir þess að sumir menn
eldast snemma, geta verið marg-
ar. í sumum ættum er algengt
að ellimarka taki að gæta milli
fertugs og fimmtugs, og verður
því að álíta, að arfengi ráði
nokkru. En ýmis ytri áhrif geta
flýtt fyrir ellihrörnun. t. d. lé-
leg kjör, óhentugt loftslag, erfið
vinna, mikið andlegt álag, skort-
ur á svefni, misnotkun áfengis
og lyfja, vaneldi og sennilega
einnig ofeldi, og síðast en ekki
sízt langvarandi alvarlegir sjúk-
dómar.
Hinn líffræðilega aldur er að-
eins hægt að áætla, því að elli-
mörkin fylgjast hvergi nærri
alltaf að. Útlit getur verið elli-
legt, þó að andinn sé ungur, og
eins getur gamall andi búið í
unglegum líkama.
Ellimörk.
Helztu einkenni elliferlis eru
einkum rýrnun í vefjum og líf-
færum. Kalk í beinvef minnkar
og afleiðingin verður sú, að
73T
hryggurinn bognar og maður-
inn styttist. Vöðvar og liðabönd
slakna; hinum fjaðurmögnuðu
þráðum í leðurhúðinni fækkar
og hrukkur myndast í hörund-
inu. Skynfærin sljóvgast, eink-
um sjón og heyrn. Þó að útlit
manns, líkamsburður og kraft-
ar sýni greinleg ellimörk, er það
einkum ástand miðtaugakerfis-
ins — heilans og mænunnar —
sem ræður hinum líffræðilega
aldri. Þær breytingar á andlegri
starfsemi, sem einkum fylgja
háum aldri, eru þverrandi hæfi-
leiki til einbeitingar, þreyta við'
alla andlega vinnu, sljóvgaður
áhugi, einsýni og stirfni.
Annað merki um líffræðileg-
an aldur er viðbragðsflýtirinn.
Með ýmiskonar prófum má
sýna fram á, að gamall maður,
sem fær það verkefni t. d. að
flytja staut úr einu gati í ann-
að, er lengur að því en ungur
maður. Prófin sýna, að hjá átt-
ræðum manni tekur það 50%
lengri tíma fyrir atverkan (im-
puls) að berast frá skynfæri,
t. d. auga eða eyra, til heilans.
og þaðan aftur til vöðvanna,
heldur en hjá tvítugum unglingi.
Er hér um að ræða sumpart að
atverkanin berst hægar og sum-
part þverrandi hæfileika tauga-
frumanna til að flytja atverk-
anir sem þeim berast.
Eins og áður segir, getur ævi-
lengd mannsins að nokkru leyti
verið arfbundin, og eru þá ekki
teknir með arfgengir sjúkdóm-
ar, sem tíðum valda dauða í