Úrval - 01.04.1955, Side 87
PRINSESSAN HANS BISBEE
85
landsstjóraveizlunni hjá Emory
Rathbone — hvað var það ann-
að en verksmiðjuvarningur ?
Kleebold & Jenks, tveir—núll
—átta, það var allt og sumt.
Ég hefði getað selt henni þetta
engu síður en gimsteinasalinn
í New York. Eða lítum á háls-
festi Alice Murchison! Það er
sagt að hún hafi kostað fimm-
tíu þúsund. Það hefur verið
leikið laglega á hana þar, það
get ég fullvissað ykkur um. Við
vorum látnir gera við lásinn
á henni um daginn, og ég get
svarið, að ég hefði getað selt
henni samskonar hálsfesti fyrir
42 þúsund."
„Vitleysa," sagði frú Bisbee
og hló hæðnislega. „Þetta fólk
verzlar aldrei við þig, vinur
minn. Þú ert vanur að segja,
að þú sért harðánægður með
búðarholuna þína, og þú hef-
ur ekki sagt sannara orð.
Kurfur eins og þú! Því að þú
ert ekkert annað en kurfur!“
Bisbee hafði oft gramist hve
konan gat misskilið hann
hrapalega. Þau voru búin að
vera gift í tuttugu og þrjú ár,
en hann hafði aldrei orðið eins
hryggur og reiður og nú. Hann
— kurfur! Hann, sem Daily
Sentinel hafði talið meðal fyr-
irmanna bæjarins, stærsta gim-
steinasalann í suðaustur hluta
fylkisins!
Hann gat aldrei gleymt þess-
ari hrottalegu móðgun, og það
var vegna hennar að hann var
nú á leiðinni til brautarstöðv-
arinnar. Hann hafði ætlað sér
að bíða þar til fundinum væri
lokið og vera síðan samferða
kunningjunum heim með auka-
lestinni. En honum var ljóst,
að ef hann bryti regluna um
tveggja vikna leyfið, sem hann
sjálfur hafði sett, myndi Stella
og Pálína grípa tækifærið og
fara að stagast á Evrópuferð-
inni á nýjan leik.
Hann settist í sæti sitt í lest-
arklefanum og tók upp bréfin.
Fyrsta bréfið var frá Charley
Doelger, fulltrúa hans, sem m.
a. skýrði frá því, að Murchin-
son hefði látið grafa á mynda-
mót brúðkaupsboðskortsins hjá
einhverri nýtízku pappírsverzl-
un í New York.
Þetta var leiður misskilning-
ur. Daginn eftir trúlofunina,
þegar Bisbee hafði hitt föður
ungu stúlkunnar í hádegisverð-
arboði Kaupmannasambands-
ins, hafði hann haft orð á því
— með mestu gætni — að let-
urgrafarinn, sem hann hefði í
þjónustu sinni, væri snillingur
í iðn sinni og jafnoki þeirra,
sem störfuðu hjá stóru New
York fyrirtækjunum. En það
var auðséð, að Murchinson
hafði ekki skilið bendinguna.
Svo var bréf frá dótturinni,
Pálínu, en hún skrifaði ekki oft.
Hún minntist líka á brúðkaupið
sem í vændum var. Murchinson-
hjónin — sem aldrei höfðu
boðið þeim — höfðu sent boðs-
kort. „Við mamma erum himin-
lifandi,“ skrifaði hún, „og við