Úrval - 01.04.1955, Side 87

Úrval - 01.04.1955, Side 87
PRINSESSAN HANS BISBEE 85 landsstjóraveizlunni hjá Emory Rathbone — hvað var það ann- að en verksmiðjuvarningur ? Kleebold & Jenks, tveir—núll —átta, það var allt og sumt. Ég hefði getað selt henni þetta engu síður en gimsteinasalinn í New York. Eða lítum á háls- festi Alice Murchison! Það er sagt að hún hafi kostað fimm- tíu þúsund. Það hefur verið leikið laglega á hana þar, það get ég fullvissað ykkur um. Við vorum látnir gera við lásinn á henni um daginn, og ég get svarið, að ég hefði getað selt henni samskonar hálsfesti fyrir 42 þúsund." „Vitleysa," sagði frú Bisbee og hló hæðnislega. „Þetta fólk verzlar aldrei við þig, vinur minn. Þú ert vanur að segja, að þú sért harðánægður með búðarholuna þína, og þú hef- ur ekki sagt sannara orð. Kurfur eins og þú! Því að þú ert ekkert annað en kurfur!“ Bisbee hafði oft gramist hve konan gat misskilið hann hrapalega. Þau voru búin að vera gift í tuttugu og þrjú ár, en hann hafði aldrei orðið eins hryggur og reiður og nú. Hann — kurfur! Hann, sem Daily Sentinel hafði talið meðal fyr- irmanna bæjarins, stærsta gim- steinasalann í suðaustur hluta fylkisins! Hann gat aldrei gleymt þess- ari hrottalegu móðgun, og það var vegna hennar að hann var nú á leiðinni til brautarstöðv- arinnar. Hann hafði ætlað sér að bíða þar til fundinum væri lokið og vera síðan samferða kunningjunum heim með auka- lestinni. En honum var ljóst, að ef hann bryti regluna um tveggja vikna leyfið, sem hann sjálfur hafði sett, myndi Stella og Pálína grípa tækifærið og fara að stagast á Evrópuferð- inni á nýjan leik. Hann settist í sæti sitt í lest- arklefanum og tók upp bréfin. Fyrsta bréfið var frá Charley Doelger, fulltrúa hans, sem m. a. skýrði frá því, að Murchin- son hefði látið grafa á mynda- mót brúðkaupsboðskortsins hjá einhverri nýtízku pappírsverzl- un í New York. Þetta var leiður misskilning- ur. Daginn eftir trúlofunina, þegar Bisbee hafði hitt föður ungu stúlkunnar í hádegisverð- arboði Kaupmannasambands- ins, hafði hann haft orð á því — með mestu gætni — að let- urgrafarinn, sem hann hefði í þjónustu sinni, væri snillingur í iðn sinni og jafnoki þeirra, sem störfuðu hjá stóru New York fyrirtækjunum. En það var auðséð, að Murchinson hafði ekki skilið bendinguna. Svo var bréf frá dótturinni, Pálínu, en hún skrifaði ekki oft. Hún minntist líka á brúðkaupið sem í vændum var. Murchinson- hjónin — sem aldrei höfðu boðið þeim — höfðu sent boðs- kort. „Við mamma erum himin- lifandi,“ skrifaði hún, „og við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.