Úrval - 01.04.1955, Side 91

Úrval - 01.04.1955, Side 91
PRINSESSAN HANS BISBEE 89 efni sínu. Hann sagði henni hvernig honum hefði tekizt að koma fótunum undir sig, hvern- ig fyrirtæki hans hefði vaxið, hvaða reglur hann hefði sett sér og starfsfólki sínu, og loks kom hann því að með lagi, að Daily Sentinel hefði birt tveggja dálka grein um hann árið áður. ,,Þér hefðuð kannske gaman af að líta á hana,“ sagði hann. „Mér fyrir mitt leyti þykir alltaf gaman að vita einhver deili á fólki sem ég hitti. Eruð þér ekki á sömu skoðun?“ Hún játti því brosandi. Með- an hún var að lesa greinina, hallaði Bisbee sér fram í stóln- um og reyndi að láta sem ekk- ert væri. En hann gat ekki að sér gert að gjóta augunum til hennar, til þess að aðgæta, hve langt hún væri komin. Þegar hún var komin þangað sem letrið var máð í brotinu, var hann viðbúinn að fylla í eyð- una. Hann benti á staðinn og sagði: „Hérna stendur: „Sex- tán ára gamall var Wiliiam P. Bisbee næstum fullvaxta og góðum hæfileikum búinn. Hann hafði áhuga á mörgu, meðal annars . . .“ Svo getið þér haldið áfram.“ Hún þakkaði honum, hnykkti til höfðinu og hló, og þegar hún hafði lokið við að lesa grein- ina, brosti hún til hans og sagði: „I Evrópu er oft talað um þessa miklu iðjuhölda. Það er reglulegt ævintýri fyrir mig að hitta einn þeirra!“ „Ég er hræddur um að þér takið of djúpt í árinni,“ sagði Bisbee og dró seiminn eins og Ephraim gamli Rathbone. „Þér vitið hvernig blaðamennirnir eru, þeir gera alltaf svo mikið úr öllu. Þeir halda að þeir auki hróður bæjarins með þessu, býst ég við. Hitt er annað mál“ — nú hvarf uppgerðarhreimur- inn úr röddinni — „það er satt sem þeir segja, að ég sé stærsti gimsteinasalinn í suðaustur- hluta fylkisins.11 „Það er ég sannfærð um,“ sagði hún og rétti honum úr- klippuna. „Þér megið eiga hana,“ sagði hann. „Ég á auðvelt með að ná í aðra. Konan mín og dótt- ir eiga margar úrklippur heima.“ En þetta var ekki satt. Það voru engar úrklippur 1 fórum Stellu og Pálínu. Hann geymdi þær sjálfur í skrifborðsskúff- unni sinni. En honum fannst þessi ósannindi vera afsakan- leg, með þessu móti gaf hann til kynna að hann væri kvæntur maður. Hann sigldi ekki undir fölsku flaggi þegar hann var að heiman, eins og til dæmis Kreinig yngri. Hann skaut því inn í um leið og hann sagði henni frá gimsteinasalaþinginu. Þegar hann ætlaði að fara að sýna henni blátt og silfur- litað merki sambandsins, kom
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.