Úrval - 01.04.1955, Page 94
92
tíRVAL
„Viljið þér ekki koma inn og
fá yður sígarettu?"
Hún settist og rétti honurn
vindlingaveski, og hann þáði
sígarettuna einungis af því að
hann langaði til að skoða vesk-
ið betur. Það var svart og
gljáandi, skreytt fögrum dem-
öntum. Þegar hann hafði kveikt
í sígarettunni, settist hann
líka. Hann hafði svo oft látið
í ljós álit sitt á reykingum
kvenna, að það kom sér vel að
kona hans og dóttir sáu ekki til
hans núna. Hann hafði lent í
rifrildi við þær áður en hann
fór að heiman. Pálína hafði
haldið því fram, að það væri
tízka að reykja, en hann hafði
sagt henni skýrt og skorinort,
að ef nútímakonan hugsaði
minna um hvað væri tízka, en
meira um hvað væri sómasam-
legt, þá mundi henni vegna bet-
ur. Það var einkennilegt hve
honum féll vel að reykja með
þessari konu. Það var ekki
nema eðlilegt að hún reykti,
hún var útlendingur.
Hann tók upp gullpennann
sinn og horfði með sigurgleði
á hana þegar hún skrifaði nafn
sitt á myndina. Nú mundi hann
komast að því hvað hún hét.
Bisbee stafaði nafnið í hljóði,
áður en hann þorði að segja
það upphátt.
,,Er það Gabríella Lesca-
boura?“
„Já.“
„Frú?“
Hún kinkaði kolli.
,,Eg þakka yður kærlega fyr-
ir, frú Lescaboura,“ sagði hann
og stakk myndinni í veskið.
„Ég ætla að geyma hana til
minningar um mjög ánægjuleg
kynni.“ Hann andaði hægt að
sér reyknum, og þegar hann
hafði blásið honum frá sér aft-
ur sagði hann: „Það er ein-
kennilegt hvernig fólk kynnist
á ferðalögum. Finnst yður það
ekki? Menn koma úr öllum átt-
um. Þess vegna er það skoðun
mín að ferðalög séu þroskandi.
Það er hvergi betra tækifæri
til að athuga mannlegt eðli en
í j árnbrautarlestum. ‘ ‘
„Það er satt,“ sagði hún og
horfði út um gluggann um leið
og lestin rann af stað.
„Maður getur líka skoðað
málið frá annarri hlið,“ bætti
hann við. „Ferðalög kenna
manni hvað heimurinn er lítill,
þegar allt kemur til alls. Ég
á heima hérna í Ameríku, þér
búið í Evrópu, og hérna sitj-
um við!“
„Alveg rétt.“
Hún leit vingjarnlega til
hans. Bisbee fannst samtalið
vera ljómandi skemmtilegt.
Hann langaði til að tefja leng-
ur, en þegar hann var búinn
að reykja sígarettuna, kunni
hann ekki við annað en að fara.
Um hádegið daginn eftir kom
hún inn í veitingavagninn.
Þegar hann var á leiðinni út,
staðnæmdist hann andartak við
borð hennar, bauð henni góð-
an dag og lét í ljós von um að