Úrval - 01.04.1955, Síða 95
PRINSESSAN HANS BISBEE
93
sjá hana seinna á útsýnispall-
inum. Hann var þar allan síð-
ari hluta dagsins, en hún kom
ekki.
Þetta var síðasti dagur ferð-
arinnar og það var komið und-
ir kvöld. Bisbee var að hugsa
um að berja að dyrum hjá
lienni og bjóða henni til mið-
degisverðar, og þegar hann
var háttaður um kvöldið, ásak-
aði hann sjálfan sig fyrir hug-
leysi. Hún hafði að öllum lík-
indum búizt við honum. Hann
gat látið sem sér hefði allt í
einu dottið í hug að bjóða
henni. Það hefði hann getað
gert! Þegar hann lá þarna í
myrkrinu, kom honum einmitt
í hug hvað hann hefði átt að
segja: ,,Eg var á leiðinni í mat-
inn og mér datt svona í hug,
hvort við ættum ekki að verða
samferða."
Hann sá í anda hvernig and-
lit hennar ljómaði, þegar hún
stóð upp til þess að fylgjast
með honum, hann sá sjálfan
sig ganga við hlið hennar til
veitingavagnsins, og þegar
hann sat andspænis henni við
borðið, rétti hann þjóninum
dollar og sagði: „Ég vona að
þér leggið yður allan fram,
Georg!“ Það hefði orðið á-
nægjuleg samverustund. Hann
hefði getað sagt henni frá því,
þegar hann var kjörinn for-
maður í nefnd, sem átti að at-
huga möguleikana á endur-
skipulagningu Kaupmannasam-
bandsins. Hún hefði áreiðan-
lega haft gaman af því. Nú
mundi hann aldrei fá tækifæri
til að segja henni frá því. Það
var reglulega leiðinlegt.
En hann skyldi þó, að sér
heilum og lifandi, hitta hana
daginn eftir. Ef til vill gat hann
aðstoðað hana eitthvað í Chi-
cago. Ef það var eitthvað sem
hann gat sýnt henni þar, þá
mundi hann ekki horfa í að
verða eftir og fara með há-
degislestinni í staðinn.
Hann vaknaði snemma morg-
uninn eftir og var kominn á
fætur og búinn að borða, áður
en hinir farþegarnir bærðu á
sér. Hann þorði ekki að berja
að dyrum á klefanum hennar,
fyrr en lestin var komin að út-
hverfum borgarinnar.
„O, eruð það þér,“ sagði hún,
þegar þernan opnaði dyrnar.
„Ég ætlaði einmitt að fara að
senda yður gripina. Mér datt í
hug að gefa dóttur yðar þá.“
„Ætlið þér að dvelja lengi í
Chicago?" spurði hann, þegar
hann hafði þakkað henni gjöf-
ina.
„Aðeins fáeina daga. Ég fer
til New York á laugardaginn."
„New York er verulega stór
borg,“ sagði Bisbee. „En ég
vildi ekki búa í þeirri borg, þó
að mér væri gefin hún.“ Hann
sagði henni frá fundi Gim-
steinasalasambandsins, sem
hefði verið haldinn þar fyrir
þremur árum, og þegar hann
hafði talið upp ókosti borgar-
innar og hrósað Veðreiðabraut-