Úrval - 01.04.1955, Síða 98

Úrval - 01.04.1955, Síða 98
96 ÚRVAL Hann var alveg viðutan þeg- ar hann ók heim frá brautar- stöðinni. Hann fór að hugsa um það sem gerðist á hótelinu og honum fannst að kona hans og dóttir ættu líka að taka ein- hvern þátt í ævintýrinu, enda þótt það þyrfti ekki að bera mikið á þeim. En hvað þær mundu verða hissa þegar hún kæmi með honum! Hann hló með sjálfum sér. Þær mundu ekki hafa hugmynd um hvað þær ættu að gera af sér. Þær voru alltaf svo merkilegar með sig, nú skyldu þær fá að sjá að þær voru meiri heimalning- ar en hann. Prinsessan mundi vera ákaf- lega alúðleg við þær. ,,Ég og maðurinn yðar erum gamlir kunningjar,“ mundi hún segja. „Nú verðið þið að koma öll- sömul og heimsækja mig í höll- ina mína.“ Stella mundi hætta að kalla hann kurf. Bifreiðin nam staðar, hann steig út úr henni, borgaði og gekk heim að húsinu með tösk- u.na og böggulinn með gjöfun- um. Það var ljós í anddyrinu og dagstofunni. Það var snoturt hús sem hann átti, snoturt en tilgerðarlaust, með tveim bað- herbergjum á efri hæðinni. Hann gat boðið hverjum sem var heim, án þess að fyrirverða sig — hverjum sem var. Hann sá í anda Fairway Avenue fulla af bílum fína fólksins. Þau mundu auðvitað bjóða Murchi- son- og Rathbonefjölskyldun- um þegar hún kæmi í heimsókn. Þær skyldu einu sinni fá nóg að nasa í! Ella, eldabuskan — hún var svertingi •— kom vaggandi gegnum anddyrið og þurrkaði sér um hendurnar á svuntunni. „Gott kvöld, Ella.“ „Velkomin heim, herra Bis- bee.“ „Líður öllum vel? Er eng- inn heima?“ „Þær eru uppi. Ungfrú Pál- ína er að búa sig. Hún ætlar út.“ Hann var feginn að þær skyldu vera uppi á lofti, þá gafst honum tóm til að taka upp minjagripina. Hann raðaði þeim á borðið í dagstofunni af mikilli kostgæfni. Þegar Stella og Pálína komu niður, væru gjafirnar þarna, og þær mundu auðvitað fara að spyrja hann, og þá mundi hann að sjálfsögðu segja þeim hvað fyrir hefði komið. Rétt á eftir heyrði hann fótatak í stiganum. „Ö, hann pabbi er kominn heim,“ heyrð- ist í Pálínu. „Ég vildi óska að þú hefðir látið mig vita hvenær þú kæm- ir,“ sagði konan hans gremju- lega. „Eg bjóst við að þú mund- ir borða miðdegisverðinn með okkur, og þessvegna keypti ég of margar kótelettur.“ „Hvað er þetta?“ ’spurði Pálína, þegar hún tók eftir gripunum á borðinu. „Indíánavarningur. Þetta er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.