Úrval - 01.04.1955, Síða 107
PRINSESSAN HANS BISBEE
105
eftir því, og hann varð að fara
varlega til þess að gefa henni
ekki neina átyllu. Auk þess
hafði hún svo næmt hugboð, að
það var næstum yfirnáttúrlegt.
Þessi hæfileiki hennar kom
fyrst í ljós, þegar Pálína ætl-
aði í ferðalag með kunningj-
um sínum og bað hann um að
lána sér ferðatöskuna sína.
„Pabbi,“ sagði hún, þegar hún
kom með töskuna niður stigann.
„Veiztu að það vantar eitt
glasið?“
„Er það?“
„Vertu ekki að setja upp
þennan sakleysissvip,“ sagði
kona hans. „Þú veizt eins vel
og ég hvað hefur orðið af
sáravatnsglasinu.11
En þetta var ekki í eina
skiptið, sem þessi dularfulli
hæfileiki hennar kom í ljós.
Nokkrum dögum seinna, þegar
Bisbee var að reykja vindilinn
sinn eftir matinn, heyrði hann
að konan og dóttirin voru að
tala um samsæti, sem Pálína
ætlaði að halda.
„Hjá Eleanóru reyktu allar
stúlkurnar," heyrði hann dótt-
ur sína segja. „Mér finnst ég
vera eins og álfur þegar ég má
ekki bjóða sígarettu.“
„Faðir þinn gerir miklar
kröfur til framkomu annarra,"
sagði kona hans.
„Ég hef verið að hugsa um
reykingar,” skaut Bisbee inn í
og starði í glóðina í vindlinum.
„Ég hef ef til vill ekki verið
nógu umburðarlyndur. Ég vil
ekki að það verði að vana, en
Pálína má mín vegna bjóða
sígarettur í þessu samkvæmi,
sem hún ætlar að halda. Ertu
ekki samþykk því, Stella?"
I stað þess að svara spurn-
ingunni, hallaði konan sér á-
fram og benti á hann með vísi-
fingrinum.
„Hún vinkona þín reykir!“
En eftir svo sem þrjár vikur
fór honum að líða betur, hvern-
ig sem á því stóð. Heimilislífið
var farið að lagast, og óttinn
um að verzlunin yrði fyrir
tjóni reyndist ástæðulaus.
Þvert á móti virtust viðskipt-
in aukast. Það stafaði af því
að brúðkaup Alice Murchison
stóð fyrir dyrum. Charley
Doelger var meira að segja
ekki eins svartsýnn og hann
átti vanda til.
*
Þá var það að eldingunni
laust allt 1 einu niður úr heið-
skíru lofti.
Það var áliðið kvölds og Bis-
bee var að búa sig undir að
halda heim, þegar Charley kom
allt í einu náfölur inn í búðina.
„Það er skrifað um þig í Chit-
Chat!“ stundi hann og slengdi
blaðinu á skrifborðið.
Bisbee vissi ekki hvaðan á
sig stóð veðrið, en las þó eftir-
farandi: . . . Það kom skýrt
1 ljós á ferðalagi Hennar tignar
til New York í fyrra mánuði,
hve gaman hún hefur af ein-
kennilegum ástarævintýrum. I
þetta skipti var maðurinn gim-