Úrval - 01.04.1955, Side 109
PRINSESSAN HANS BISBEE
107
lega og horfði á þau til skipt-
is. „Er ekki gaman?“
„Hvað ertu að tala um?“
spurði Bisbee og var hræddur
um að hann væri að missa vitið.
„Að frátöldu Murchisonfólk-
inu erum við fyrsta fjölskyldan
í bænum, sem minnzt er á í
Chit-Chat. Skiljið þið það ekki ?
Nú verður ekki lengur sagt:
Murchison og Rathbone —
heldur Murchison og Bisbee!“
hrópaði hún og dansaði um her-
bergið. „Tra-la-la“. — Hún
staðnæmdist fyrir framan föð-
ur sinn.
„Pabbi, viltu lána mér mynd-
ina af prinsessunni ? Stelpurn-
ar eru að springa úr forvitni.11
„Guð minn góður!“ veinaði
Bisbee. „Nei, þú getur reitt
þig á að þú færð hana ekki.
Auk þess,“ bætti hann við, þeg-
ar hann sá að konan starði á
hann, „veit ég ekki almennilega
hvar hún er.“
Þessi seinasti fullyrðing var
fyrirgefanleg sem varnarráð-
ráðstöfun. Hann vissi vel að
myndin var í svínsleðursvesk-
inu, og veskið var þar sem
Chit-Chat staðhæfði að það
væri. Myndin var líka í vesk-
inu morguninn eftir, þegar
hann lagði leið sína til Rath-
bone, Ewing og Todd, eftir að
hafa hring til Charleys Doelg-
ers. Það yrði áreiðanlega ekki
ódýrt að leita aðstoðar mála-
færslumanns eins og Emory
Rathbone, en hann kærði sig
kollóttan. Ilann var í vígahug.
Þegar hann hafði skýrt Rath-
bone frá öllum málavöxtum,
tók hann upp eintak af Chit-
Chat. En málafærslumaðurinn
kærði sig ekki um blaðið.
„Ég hef lesið það.“
„Ég býst við að allir hafi
gert það,“ sagði Bisbee byrstur.
„Ég vil fá ritstjórann dæmdan
fyrir meiðyrði."
Rathbone hristi höfuðið.
„Þér getið ekki fengið nein-
ar skaðabætur," sagði hann.
„Nafn yðar er ekki nefnt.“
„Allir vita að það er átt við
mig.“
„Satt er það. En þér náið
engum tökum á þeim. Þeir
skrifa slúðursögur um fólk, en
gæta þess að brjóta ekki lögin.
Það er að minnsta kosti mjög
vafasamt, að þér getið sannað,
að þér hafið orðið fyrir tjóni.
Ég býst þvert á móti við því
að þér græðið á þessu máli.“
Enn á ný var Bisbee hrædd-
ur um að hann væri að verða
brjálaður. Það var eins og fólk
gerði sér að leik að því að halda
fram firrum og vitleysu. Kvöld-
ið áður var það Pálína, nú Rath-
bone málafærslumaður.
„Ég skal taka dæmi,“ hélt
málafærslumaðurinn áfram.
„Enda þótt konan mín lesi
Chit-Chat að staðaldri, lítur
hún ekki brot gegn almennu
velsæmi mildum augum. En
þegar hún var að lesa grein-
ina í blaðinu fyrir mig í morg-
un, sagði hún allt í einu: „Það
er alveg rétt — ég þarf að