Úrval - 01.03.1968, Page 56
54
ÚRVAL
áhöfnum, en hver áhöfn telur 4
flugmenn og 6 flugfreyjur. Löngu
áður en við lögðum af stað hefur
starfslið á jörðu niðri, en það telur
286 manns og er dreift hringinn í
kringum hnöttinn, verið önnum
kafið, til þess að tryggja öruggt
flug okkar. Hádegismatm-inn, sem
verður brátt borinn fyrir okkur, var
valinn úr 201 matseðli fjrrir næstum
viku, af tölvu, er velur mat, sem
hentar loftslaginu hverju sinni, og
gætir þess um leið, að jafnan séu
breytilegir réttir á boðstólum frá
degi til dags í þeim 130 þotum sem
flugfélagið hefur í þjónustu sinni.
Ég er að velta öllum þessum furð-
um fyrir mér rétt fyrir hádegisverð-
inn, þegar ég kem skyndilega auga
marglitan gimstein, sem hvílir í
glitrandi umgerð sævarins fyrir
neðan mig: Honolulu. Við lendum á
flugvellinum, farþegarnir flýta sér
út og nýir bætast við ásamt flutn-
ingi. Og hið síðasta, sem ég sé, þeg-
ar við geysumst af stað aftur, er
flugvallarstjóri Pan American, er
hann lítur af úrinu sínu, sem hann
hafði verið að athuga. Hefðum við
tafizt meira en 60 sekúndur, hefði
hann orðið að gefa skrifstofunni í
New York skýrslu um töfina. Hefði
verið um 15 mínútna töf að ræða,
hefði hann orðið að senda þeim ýt-
arlega frásögn og taka jafnframt
fram , hvaða ráðstafanir hefðu nú
verið gerðar til þess að hindra slík-
ar tafir í framtíðinni.
Og hver er svo ástæðan fyrir allri
þessari smámunasemi, hvað tím-
ann snertir? Það má segja, að
„Clipper Two“ líkist helzt vagnin-
um hennar Öskubusku á 9000 mílna
leiðinni milli Lundúna og Tokyo.
Flugvélin verður að komast milli
þessara staða innan vissra tímatak-
markana. Þar eru í gildi mjög
strangar reglur, sem settar hafa
verið til þess að vinna gegn hvers
kyns óhóflegum hávaða í borgun-
um.. Það er ekki leyfilegt að lenda
þotum í Lundúnum fyrir klukkan
6 að morgni, og þær mega ekki hefja
sig til flugs í Tokyo eftir klukkan
11 að kvöldi. Flugáætlun er mjög
naum, hvað tímatakmörk snertir, og
því má ekki miklu skeika.
AÐEINS TITRINGUR
Flugfreyjurnar flýta sér að bera
fram hádegisverðinn, losa sig síðan
við matarbakkana og annað dót og
reyra allt vandlega niður í flug-
vélinni, sem reyrt verður, því að
þær vita, að bráðlega mun veðrið
breytast. Veturinn 1962—63 breytti
„þotuloftstraumurinn“ (sterkur
vindur, sem þýtur austur á bóginn
í um 30.000 feta hæð) stefnu yfir
vesturhluta Kyrrahafsins, án þess
að unnt væri að finna skýringu á
því fyrirbrigði. Hann rak á undan
sér suður á bóginn geysimikla loft-
strauma, sem koma æðandi utan af
hinum endalausu sléttum Síberíu
og Mongólíu. Hinir ríkjandi vindar
Suður-Asíu, er stefna í norður, reka
sig á Himalajafjallgarðinn líkt og á
stíflugarð og magnast þar. Síðan
beygja þeir austur á bóginn með-
fram risafjallgarði þessum í leit að
einhverri smugu. Hún finnst ekki
fyrr en úti við ströndina, og því
þjóta vindarnir út yfir Austur-
Kínahafið hátt í lofti .... eða
með öðrum orðum beint í veg fyrir