Úrval - 01.04.1968, Síða 11

Úrval - 01.04.1968, Síða 11
AÐ ÞORA AÐ GERA VITLEYSUR 9 uggur með sjálfan sig — játaði einu sinni fyrir mér, að hann hefði árum saman horft á aðra renna sér á skíð- um, en aldrei þorað að reyna það sjálfur af ótta við að gera sjálfan sig hlægilegan. Loks, þegar hann var farinn að eldast hvarflaði það að honum, að ef hann færi ekki á skíði nú, myndi aldrei verða af því. „Auðvitað var hlægilegt að sjá mig,“ segir harfn nú brosandi, „en ég skemmti mér alveg konunglega.“ Hitt skíðafólkið var svo sannarlega ekki að gagnrýna hann — það dáð- ist að honum og áhuga hans á því að læra. Maður verður að gera sér grein fyrir því, að í hverju nýju, sem mað- ur tekur sér fyrir hendur, eru alltaf einhverjir færari heldur en maður sjálfur. En það er engin samkeppni í því að reyna að fá sem mest út úr lífinu; þar leitar hver sinnar ham- ingju fyrir sig. Þeir sem mála sér til ánægju í frístundum sínum, eru ekki að mála í þeim tilgangi að hafa sýn- ingu á einhverju iistasafni — held- ur til þess eins að fullnægja sínum listrænu hvötum. Ef takmarkið er alltaf fullkomnun, missir maður bókstaflega vitið. Því fyrr sem við sættum okkur við það, að við erum ekki fullkomin, því fyrr getum við komizt eitthvað áleiðis í áttina að takmörkum okkar. Hamingjusömustu menn heims eru þeir fáu, sem hafa lært að taka mis- tökum sínum með jafnmiklu jafn- aðargeði eins og þegar áfanga er náð. Slíkir menn sóa engum tilfinn- ingum í tilgangslausa eftirsjá, þegar þeir gera vitleysur. John D. Rocke- feller, jr., sagði um föður sinn: „Al- drei heyrði ég hann eyða einu orði í eftirsjá. Hann áleit, að það sem væri skeð — væri skeð —• og því væri ekki hægt að breyta. Hinsveg- ar hugsaði hann um það, hvernig ætti að bæta skaðann, hvernig að byggja upp á nýtt, hvernig að snúa fyrirsjáanlegum ósigri til sigurs — og þannig hugsaði hann til æviloka." Foreldrum hættir stundum til þess að setja börnum sínum himinhá tak- mörk, í von um að hvetja þau þann- ig til æðstu dáða. En jafnframt er þeim gefið í skyn, að það muni valda foreldrunum miklum von- brigðum, ef takmörkunum verði ekki náð. Þetta verður til þess að koma inn hjá börnunum yfirdrifn- um ótta við mistök — og afleiðingin verður svo yfirdrifin sjálfs-óánægja, ef mistök verða. Maður verður fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því, að sigur næst ekki fyrr en búið er að reyna — og mistakast — og reyna á ný. Okkur hættir til þess að afhenda börnum okkar allar uppfinningar mannsins — fullkomnaðar — eins og t. d. útvarpið, símann o. s. frv., án þess að útskýra fyrir þeim þá baráttu og margföldu vonbrigði, sem uppfindingamennirnir urðu að ganga í gegnum, áður en uppfinding þeirra varð fullkomin. Yið ættum að leggja áherzlu á gamla máltækið: „Enginn er smiður í fyrsta sinn.“ Mörg stórvirki hafa orðið til vegna ævintýralegra mistaka, sem urðu einskonar stigi til endanlegs sigurs. Winston Churchill gerði svo marg- ar endemis vitleysur, þegar hann var ungur, að honum var úthúðað í blöðunum fyrir „skort á hyggni og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.