Úrval - 01.04.1968, Síða 16

Úrval - 01.04.1968, Síða 16
14 ÚRVAL „Okkur fannst þetta öllum alveg kolbrjálað fyrirtæki,“ sagði bakari einn, „en áhugi okkar léði okkur vængi.“ Listahátíðin hófst svo fyrsta sinni 28. maí árið 1962 í hinum tignar- lega garði við bygginguna Hotel Lamoignon, eina af höllum Marais- hverfisins. Fyrst á sýningarskránni var harmleikur, sem gerðist á 17. öld í ósviknum „melodramastíl“. Á eftir honum fylgdi svo harmleikur eftir Racine, gamanleikur eftir Marivaux og átta hljómleikar, sem hljómsveitir og minni hópar hljóm- listarmanna úr nágrenninu sáu um. Claude Fontaine, hagfræðingur, sem var varaforseti og gjaldkeri listahá- tíðarinnar, segir svo um þetta upp- haf listahátíðarinnar „Áhorfendur voru alveg geysilega áhugasamir og hrifnir og gagnrýnendurnir mjög vinsamlegir, þó að það væri viðvan- ingsbragur á sýningunum.“ Það voru haldnar samtals 35 sýningar á þess- ari fyrstu listahátíð, og þær sóttu samtals 10.000 gesir. Og síðan hafa vinsældir listahá- tíðar þessarar vaxið ár frá ári. Árið 1964 voru haldnar þar 54 sýningar, óperur, ballettar, leikrit og hljóm- leikar, og sóttu 64.000 gestir sýning- ar þessar. Þegar menntamálaráð- herrann, André Malraux, tók lista- hátíðina undir sinn verndarvæng árið 1965, varð hún ein af þýðingar- mestu atburðum menningar- og samkvæmislífs Parísarborgar. Listahátíðarnar hafa náð aðal- markmiði því, sem þeim voru sett- ar, þ. e. að vekja áhuga manna á Maraishverfinu og verndun þess. Eftir fyrstu listahátíðina skrifuðu fjölmargir gestir og stuðningsmenn undir bænarskrár til hins opinbera, en margir þeirra höfðu aldrei stig- ið fæti sínum í Maraishverfið fyrr en á listahátíð þessari. Dagblöðin notuðu listahátíðina sem tækifæri til þess að birta greinar, þar sem hið opinbera var hvatt til þess að vernda hið fornfræga Maraishverfi frá glötun. Þýðing listahátíðarinnar kom mjög fljótt í ljós, svo að ekki varð um villzt, því að í ágúst árið 1962 voru þegar samþykkt lög, — Malrauxlögin svokölluðu, sem mið- uðu að verndun heilla, sögulegra hverfa í stað einstakra bygginga eða rústa. Lögin höfðu verið undir- búin nokkru áður, en opinberir em- bættismenn játa, að það hafi verið starf þeirra Raude og sjálfboðaliða hans, sem hafi flýtt fyrir því, að al- menningur hafi stutt lög þessi og framkvæmd þeirra og skilið nauð- syn þeirra. Þegar allt Maraishverfið var orð- ið að sögulegum minjum, er naut verndar hins opinbera, var sem fítonskraftur hlypi í þá Raude og félaga hans. Þeir tóku að útbúa sundurliðaðan lista yfir hin fornu hús í hverfinu, 2.000 að tölu. Það tók þá samtals 18 mánuði. Þeir þurftu að skreiðast niður í kjallara og upp á háaloft, klöngrast upp á þök, hanga út úr gluggum og liggja á gólfum við að ljósmynda og teikna framhliðar húsa, tréútskurð, járnskreytingar, stiga og skreytt loft. Þeir útbjuggu sér spjaldskrá, sem í voru 300 kort og 5.000 ljós- myndir, og bjuggu út mjög ýtar- legt kort af Maraishverfinu, þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.