Úrval - 01.04.1968, Síða 23

Úrval - 01.04.1968, Síða 23
Ötrúleg björgun Eftir ALLEN RANKIN. Að morgni þess 7. sept- ember 1966 var norska ferjan Skagerak, á leið frá Kristiansand til Hirtshals í Danmörku en þangað fór skipið daglega í fastar áætlunarferðir. Veður var slæmt, ofsarok og stórsjór. Skyndilega gekk mikill brot- sjór yfir skipið, sem reif með sér hurðirnar frá bílageymslunni. Sjór- inn fossaði inn og þeytti bílunum fram og aftur um geymsluna. Brátt fylltist vélarúmið og innan stundar var Skagerak að því komið að sökkva. Um borð í skipinu voru Otrúleg en sönn frásögn um það, hvernig 144 mönnum var bjargað úr greipum Ægis, er ferjan Skagerak sökk undan strönd Danmerkur. yfir hundrað og fjörutíu manns, þar af 32 börn. Alit útlit var fyrir, að um meiri háttar slys yrði þarna að ræða. Svo varð þó ekki, því hér var unnið eitt mesta bj örgunarafrek úr lofti, er tekizt hefur, björgun, sem var svo ótrúleg, að hún var nefnd björg- unin, sem alls ekki gat gerzt. Þegar brotsjórinn gekk yfir skip- ið, þaut skipstjórinn, Anstein Dvergnes, út úr klefa sínum og virti fyrir sér eyðilegginguna, sem hann olli. Hafði hann því næst sam- band við skipshöfnina og hóf að skipuleggja björgunarstörf. Hjálp- arbeiðni, ásamt nákvæmri staðar- ákvörðun, var send út, en skipið var statt 37 mílur norðvestur af Hirtshals. Þegar það fór að hallast ískyggilega mikið, skipaði Dverg- nes öllum að koma upp á efsta þil- far, þar sem skipshöfnin hjálpaði farþegunum í björgunarvesti. Þá tókst að setja á flot þrjá björgunar- báta og þrjátíu og tvo gúmbjörgun- arbáta. Enn sem komið var hafði allt gengið að óskum og farið skipulega fram. En nú ríkti algjör ringulreið, gúmbátunum hvolfdi og fólkið féll útbyrðis. Margir reyndu að skreið- ast upp í bátana, en tókst ekki og féllu því aftur í sjóinn. í ringulreið- inni urðu eiginmenn og konur við- skila, og börn týndu foreldrum sin- um. Meðal farþega var kennslukonan Ellen Thorndahl, ásamt 28 nemend- um sínum á aldrinum 13 til 14 ára, og er hún stökk frá borði og hvarf í öldurnar hugsaði hún til þess með skelfingu, hvað orðið hefði af þeim. Neyðarkall Skageraks hafði heyrzt, og brátt var ein af björg- unarþyrlum danska flughersins komin á slysstaðinn. Flugherinn átti fimm slíkar þyrlur, sem ávallt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.