Úrval - 01.04.1968, Page 54

Úrval - 01.04.1968, Page 54
52 ÚRVAL Fyrsta guðspjallið, sem er Mark- úsarguðspjall, var ekki ritað, jafn- vel frumgerðin, fyrr en einni kyn- slóð eftir dauð Krists. Hin guð- spjöllin voru tekin saman ennþá síðar og enn leið langur tími þar til þeim var öllum safnað og þau gefin út í þeirri mynd sem við þekkjum. Gyðingar voru svo óvin- veittir kristnum að hinir síðar- nefndu urðu loks að leita sér vett- vangs í hinu víðlenda rómverska keisaradæmi. Deilur hinna nýstofnuðu kristnu kirkju og Gyðinga leiddu til þess að tónninn í guðspjöllunum er mjög bitur og því hefur það verið út- breidd skoðun, að Gyðingar ættu sök á dauða Krists og jafnvel marg- ir gengið út frá því sem vísu. Þessi skoðun hefur raunar ráðið ríkjum innan hins kristna heims. Nú kemst enginn hjá því að sjá að biturleiki guðspjallamannanna beinist að Gyðingum. Þeir ræða um Rómverja með ólíkt meira umburð- arlyndi. Það er einnig greinilegt, að við og við gera sögumenn tilraun til að hvítþvo Rómverja af allri sök á dauða Krists og varpa henni eingöngu á Gyðinga. í guðspjöll- unum er sagt frá hinum rómversku yfirvöldum eins og þau væru sak- laust verkfæri svívirðilegs samsær- is Gyðinga, og sagt er frá því, að hinn rómverski landshöfðingi, Pont- ius Pilatus hafi verið því mótfall- inn að Kristur var líflátinn, en orðið að beygja sig fyrir Gyðing- um og gefa samþykki sitt. Þannig er tónninn í guðspjöllun- um. En er nokkur skynsamleg ástæða til þess að bjarga fátækum spá- manni af Gyðingaættum? Eða öf- ugt: Hvers vegna skyldu landar Krists hafa viljað, að Rómverjar líflétu hann? Það er bersýnilegt að hér liggur á bak við óskin og til- hneigingin að varpa allri sökinni á Gyðinga en sýkna Rómverja. Or- sökin er auðvitað sú, að guðspjalla- mennirnir eru bitrir út í Gyðinga og því er frásögninni hagað svona. En ef guðspjallamönnunum var nú svona illa til Gyðinga og lögðu svo mikla áherzlu á það að varpa söknini á þá, hvers vegna segja þeir þá frá því, að það voru Róm- verjar, en ekki Gyðingar, sem dæmdu Krist og fullnægðu dómn- um? Krossfestingin sjálf er einkenn- andi, hún var hefðbundin aftöku- aðferð Rómverja og Gyðingar not- uðu hana aldrei sjálfir. Gyðingar hálshjuggu, grýttu, kyrktu eða brenndu menn. En krossfestingin bendir greinilega á Rómversk yfir- völd. Krossfestingin er upprunnin í Asíulöndum og var höfð við þá, sem sviptir höfðu verið allri æru, dreggjar mannfélagsins. Rómverjar lærðu hana af Karþagómönnum en Grikkir af Persum. í fyrstu var hún höfð við þræla en síðar líka þjófa og pólitíska glæpamenn. En það var ekki eingöngu af- tökuaðferðin, sem rómversk var, heldur var ákæran þannig vaxin, að þar var Kristur sakaður um að hafa nefnt sig konung Gyðinga. Þetta var ekkert trúarlegt atriði, en þar sem Rómverjar réðu fyrir Gyðingum þá var Kristur með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.